Skólaþjónusta Árnesþings
Skólaþjónusta er til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.
Haustið 2013 var ákveðið að hefja samvinnu sveitarfélaganna Bláskógabyggðar,Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðisbæjar, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Sveitarfélagsins Ölfuss. Skólaþjónustan starfar á grundvelli reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga á sviði fræðslumála.
Markmið skólaþjónustu Árnesþings
- Styrkja og styðja faglega við starf skólanna þannig að innan þeirra sé hægt að leysa flest þau verkefni sem upp koma með öflugri ráðgjöf og fræðslu til kennara og starfsfólks.
- Styðja við og efla samvinnu leik- grunn- og framhaldsskóla í Árnesþingi og stuðla að samvinnu skóla og fagfólks á svæðinu.
- Styrkja nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna. Stuðla að bættri líðan nemenda og efla þá í námi og starfi með hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar.
- Stuðla að framþróun í skólastarfi og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers skóla.
Síðast breytt: 11.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?