Fara í efni

Hreinsunarvika og plokkdagurinn mikli!

Nú þegar vorið er komið (vonandi) er rétti tíminn til að taka rækilega til í kring um sig. Þess vegna verður hreinsunarvika í bænum vikuna 24. – 30. apríl. Þá verður frítt fyrir Einstaklinga að koma á gámasvæðið í Bláskógum með það sem þeir þurfa að losa sig við. Þá verður einnig opið á sunnudaginn 30. apríl frá kl. 12 – 16.

Þann 30. apríl verður svo Plokkdagurinn Mikli haldin en þá fara vonandi allir af stað og taka til og „plokka“ upp rusl vetrarins í bænum. Stefnt er að því að hittast við Lystigarðinn Fossflöt klukkan 10 um morguninn. Pokar og ruslatínur verða á staðnum fyrir þá sem það vilja. Flottur endir á hreinsunarvikunni að taka góðan ruslahring um bæinn!


Síðast breytt: 14. apríl 2023
Getum við bætt efni síðunnar?