Fara í efni

Val á Fegurstu görðum Hveragerðis 2023

Að venju verða fegurstu garðar Hvergerðinga verðlaunaðir á Blómstrandi dögum nú í ágúst.

Nefnd á vegum Hveragerðisbæjar sér um að velja garðana.

Ætlunin er að skoðunarferð verði þann 13. júlí og eru íbúar hvattir til að vera búnir að koma görðum sínum í sem glæsilegast horf fyrir þann tíma.

Nefndinni þætti einnig mjög vænt um að fá ábendingar um fallega garða sem ættu skilið að verða verðlaunaðir.

Senda má ábendingar á mottaka@hveragerdi.is eða hringja í síma 483-4000

Umhverfisfulltrúi


Síðast breytt: 30. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?