Fara í efni

Íbúðahúsalóðir við Varmá eru nú lausar til umsóknar.

Gatnagerð á svæðinu er nú hafin og eru byggingarhæf verklok áætluð nú í júlí. Bæjarstjórn samþykkti þann 7. júní sl. að úthluta nú þegar lóðum við Álfafell, Álfaklett og Breiðamörk.

Útdráttur á lóðum mun fara fram á fyrri fundi bæjarráðs í september þann 7. september nk. og lokar því fyrir umsóknir á sunnudeginum 3. september.

Um er að ræða 8 lóðir í þremur götum, Álfafelli, Breiðumörk og Álfakletti.
5 einbýlishús, 2 parhús (4 íbúðir) og 1 raðhús (3 íbúðir), samtals 12 íbúðir.

Við ákvörðun á byggingarréttarálagi var horft til umhverfisgæða og nýtingarhlutfalls viðkomandi lóða og er álagið eftirfarandi:

  • 60% álag er á þremur einbýlishúsalóðum í Álfafelli.
  • 30% álag er á tveimur einbýlishúsalóðum í Breiðumörk.
  • 40% álag er á parhúsum og raðhúsi í Álfafelli og Álfakletti.

Lóðirnar við Varmá eru nyrst í bænum, skammt frá bökkum náttúruperlunnar Varmá. Útsýni frá þessum lóðum er einstakt og frábært aðgengi er að opnum svæðum og ósnortinni náttúru. Í hverfinu er gert ráð fyrir vönduðum göngu- og hjólastígum með góðu aðgengi að Varmá og nærliggjandi byggð.


Síðast breytt: 13. júlí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?