Fara í efni

Dagforeldrar og samveruvettvangur.

Bæjarráð samþykkti í dag að árlegir stofnstyrkir til dagforeldra verði hækkaðir og árlegur aðstöðustyrkur verði í boði til dagforeldra.

*Miðað verði við að stofnstyrkur verði 1.000.000 kr. fyrir dagforeldra sem hefja starfsemi í Hveragerði. Greiddar eru 250 þús. kr. við undirritun þjónustusamnings en 750 þús. kr. ári síðar.

*Miðað er við að settur verði á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Hveragerði upp á 150 þús. kr. sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Greiðslur hefjast eftir að dagforeldri hefur starfað í 24 mánuði og eru greiddir árlega frá þeim tíma.

*Hveragerðisbær sjái um skipulag og greiða fyrir slysavarnarnámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.

*Leitað verði leiða til að finna húsnæði á vegum einkaaðila sem dagforeldrar geti leigt saman tveir og tveir. Horft verði til húsnæðis sem hentar miðað fyrir starfsemina og tekur mið af reglugerð 907/2005 um daggæslu í heimahúsum.

Jafnframt samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að skoða kostnaðarhagkvæmar leiðir til að skapa vettvang fyrir foreldra/forsjáraðila og ung börn til að hittast reglulega í barnvænu umhverfi.


Síðast breytt: 4. júlí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?