Senn koma jólin - Jólaundirbúningur í Hveragerðisbæ
Undirbúningur fyrir jólahátíðina er hafinn. Starfsmenn áhaldahúss eru í óðaönn að setja upp jólaseríur og jólaljósin í bænum farin að ljóma. Jólahátíðin „Jól í bæ“ er samstarfsverkefni allra sem í bænum búa og leggjum við metnað í að gera bæinn okkar sem hátíðlegastan með jólaljósum og skreytingum.