Leikskólinn Óskaland - fjölgun leikskólaplássa og bætt starfsmannaaðstaða
Þann 08.02. sl. samþykkti meirihluti bæjarstjórnar næstu skref í fjölgun leikskólaplássa í Hveragerði og á sama tíma bættri starfsmannaaðstöðu í Óskalandi. Staðfestir voru samningar þessa efnis við byggingaraðilann Hrafnshól og fasteignafélagið Eik, sem fjármagnar stækkunina.