Félagar í stéttarfélaginu FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, sem starfa í leikskólum Hveragerðis, sundlauginni Laugaskarði og á skrifstofu Hveragerðisbæjar hafa boðað til verkfalls frá og með mánudeginum 5. júní 2023 en FOSS er aðildarfélag BSRB.
Nemendur í Asparkoti í leikskólanum Óskalandi fara reglulega í gönguferðir í nærumhverfi bæjarins. Árlega er farið í heimsókn í gróðurhúsið í Garðyrkjuskólanum og var í ár engin breyting á.
Í gróðurhúsinu er alltaf margt skemmtilegt að sjá, og eru bananar, appelsínur og eðlan alltaf mjög vinsæl. Á leiðinni heim var labbað yfir Varmá og Reykjafoss skoðaður.
Bæjarstjóri skýrði frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga heldur reglulega upplýsingafundi fyrir sveitarstjóra til að fara yfir stöðu mála. Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af stöðunni og vonast eftir því að aðilar nái saman sem allra fyrst. Bæjarráð hefur fullan skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á börn, foreldra og starfsfólk.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, býður til opinna samráðsfunda um landið. Á fundunum verður fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra.