Fara í efni

Fréttir

Mikil fjölgun íbúa er framundan á næstu misserum

Mikil fjölgun íbúa á sér nú stað í Hveragerði.  Nú eru íbúar 2.920 og hefur íbúum því fjölgað um 355 á kjörtímabilinu eða um 14%.  Er sú fjölgun vel yfir landsmeðaltali og augljóst að Hveragerði sem og önnur sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins njóta sívaxandi vinsælda.   

Sérstakir frístundastyrkir út árið og sótt um gegnum Sportabler

Nú nýverið var opnað fyrir úthlutun á sérstökum styrk til tekjulægri fjölskyldna og er opið fyrir nýtingu styrksins til 31.desember 2021. Þennan styrk er hægt að nýta til að greiða fyrir þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi og er styrkurinn í þessum úthlutunarglugga 25.000kr.- á barn.

Líklegt að jarðskjálftar tengist niðurdælingu

Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun.

Blómstrandi dögum 2021 er aflýst

Öllum viðburðum Blómstrandi daga sem halda átti um komandi helgi er aflýst vegna aðstæðna í samfélaginu og sóttvarnatakmarkana.

Malbikun næstu daga

Á morgun fimmtudaginn 5.8.2021 stendur til að malbika Reykjamörk og Þelamörk.

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar

Ákveðið er að aflýsa öllum stærri listviðburðum sem fyrirhugaðir voru í tengslum við bæjarhátíðina helgina 13.-15. ágúst.

Röskun á sorphirðu og gámasvæðið lokað 3. ágúst 2021

Nú fyrir stuttu bauð Hveragerðisbær út sorphirðu í bænum, bæði fyrir heimili og stofnanir sem og af gámasvæði bæjarins. Terra ehf (áður Gámaþjónustan) hefur um árabil þjónustað bæinn í þessum málum en nú var Íslenska Gámafélagið hlutskarpast og tekur því við.
Getum við bætt efni síðunnar?