Mikil fjölgun íbúa er framundan á næstu misserum
Mikil fjölgun íbúa á sér nú stað í Hveragerði. Nú eru íbúar 2.920 og hefur íbúum því fjölgað um 355 á kjörtímabilinu eða um 14%. Er sú fjölgun vel yfir landsmeðaltali og augljóst að Hveragerði sem og önnur sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins njóta sívaxandi vinsælda.