Alls bárust 39 umsóknir um stöðu bæjarritara og menningar- atvinnu- og markaðsfulltrúa Hveragerðis, 13 um stöðu bæjarritara og 26 um stöðu menningar- atvinnu- og markaðsfulltrúa.
Gatnagerð á svæðinu er nú hafin og eru byggingarhæf verklok áætluð nú í júlí. Bæjarstjórn samþykkti þann 7. júní sl. að úthluta nú þegar lóðum við Álfafell, Álfaklett og Breiðamörk.