Fara í efni

Þjónustusamningur við Söngsveit Hveragerðis undirritaður

Það var notaleg stemmning í Hveragerðiskirkju í gærkvöld þegar Geir Sveinsson bæjarstjóri og Sigrún Símonardóttir formaður Söngsveitarinnar undirrituðu þjónustusamning til milli Hveragerðisbæjar og Söngsveitar Hveragerðis. Undirritunin fór fram undir ljúfum tónum Söngsveitarinnar við undirleik Margrétar Stefánsdóttur kórstjóra. 

Samningurinn er til þriggja ára og gerður til að efla menningarstarf í Hveragerði og stuðla að fjölbreyttara menningarlífi í bæjarfélaginu.  


Síðast breytt: 13. mars 2024
Getum við bætt efni síðunnar?