Nú er verið að setja upp ný LED ljós í nokkrum götum hér í bæ. Þó alltaf sé reynt að tengja allt samdægurs geta orðið truflanir á lýsingu í eftirtöldum götum næstu tvær vikur:
Í lok september var haldið Landsmót slysavarnadeilda í Hveragerði og komu saman á Hótel Örk rúmlega 200 félagar úr slysavarnadeildum frá öllu landinu til að fræðast, ræða slysavarnir og bera saman bækur sínar.
Á fundi bæjarstjórnar þann 27. september var samþykktur samningur við fyrirtækið Kambagil ehf sem áformar að setja upp kílómeters langa Sip-línu frá efst í Kömbum og niður að Reykjadal.
Einbýlishúsalóð við Hólmabrún 4 er laus til úthlutunar. Lóðin er 2ja hæða einbýlishúsalóð, þar sem neðri hæðin er að hluta til niðurgrafin. Lóðin er 870,0 m2 og heimilað byggingarmagn 478,5 m2.
Greiðslurnar eru fyrir foreldra barna frá 12 mánaða aldri sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri en eru búnir að leggja inn umsókn um leikskóladvöl.
Verkefnið Göngum í skólann hófst í morgun miðvikudaginn 7. september í sextánda sinn og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október.