Fréttir
Breyttur símatími bæjarskrifstofu 16.-19. sept. vegna fræðsluviku
Síminn á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar verður opinn kl. 10-16 mánudaginn 16. september til miðvikudagsins 18. september vegna fræðsluviku starfsfólks skrifstofunnar.
Samningur við Leikfélag Hveragerðis undirritaður
Þjónustuamningur við Leikfélag Hveragerðis var undirritaður á æfingu hjá félaginu í gær. Samningurinn er til þriggja ára og er honum ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Leikfélags Hveragerðis auk þess að tryggja öflugt menningarstarf í bænum. Stefnan er að sem flestum gefist kostur á þátttöku við uppsetningu leiksýninga og við annað starf félagsins.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands - opið fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2024. Hægt er að sækja um styrk í sjóðinn til 1. október nk.
7. og 10. bekkur gera samning við Hveragerðisbæ
Hefð er fyrir því hér í Hveragerði að undirritaður sé samningur 7. og 10. bekkja Grunnskóla Hveragerðis við Hveragerðisbæ.
D&D prufukvöld með Spilahópnum
Komdu og prófaðu spilakvöld D&D Spilahópsins í Hveragerði, þann 2. og/eða 9. september. Leikjameistarnir Árni Hoffritz og Elías Breki Sigurbjörnsson hafa haldið utan um spilahópinn fyrir hönd velferðarsvið Hveragerðis síðastliðin tvö ár og hefur starf þeirra gefið góða raun.
Getum við bætt efni síðunnar?