Pælt í bænum með bæjarstjóra - Staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðisbæjar
15.04
Frétt
Pælt í bænum er fundarröð með Pétri G. Markan bæjarstjóra þar sem farið er yfir valið efni og síðan umræður og spurningar í kjölfarið.
Efni fundarins verður staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðisbæjar. Gert er ráð fyrir umræðum og spurningum um viðfangsefnið og almennt um bæjarmál. Fundurinn verður í dag, þriðjudaginn 15. apríl í fundarsal bæjarstjórnar, á bæjarskrifstofunni. Fundurinn hefst kl. 17:30 og lýkur kl. 18:30.
Allir bæjarbúar og góðir nágrannar velkomnir!
Síðast breytt: 15. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?