Síminn á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar verður opinn kl. 10-16 mánudaginn 16. september til miðvikudagsins 18. september vegna fræðsluviku starfsfólks skrifstofunnar.
Þjónustuamningur við Leikfélag Hveragerðis var undirritaður á æfingu hjá félaginu í gær. Samningurinn er til þriggja ára og er honum ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Leikfélags Hveragerðis auk þess að tryggja öflugt menningarstarf í bænum. Stefnan er að sem flestum gefist kostur á þátttöku við uppsetningu leiksýninga og við annað starf félagsins.
Komdu og prófaðu spilakvöld D&D Spilahópsins í Hveragerði, þann 2. og/eða 9. september. Leikjameistarnir Árni Hoffritz og Elías Breki Sigurbjörnsson hafa haldið utan um spilahópinn fyrir hönd velferðarsvið Hveragerðis síðastliðin tvö ár og hefur starf þeirra gefið góða raun.