Fara í efni

Fréttir

Undirskriftasöfnun vegna óska um borgarafund

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt undirskriftasöfnun í samræmi við reglugerð nr. 154/2013. Snýr undirskriftasöfnunin um ósk um borgarafund er varðar uppbyggingu Hamarshallarinnar.

Samningur undirritaður um kaup á dúk fyrir Hamarshöllina

Samningur hefur verið undirritaður um kaup á nýjum dúk fyrir Hamarshöllina í stað þess sem eyðilagðist í óveðri er gekk yfir landið þann 22. febrúar 2022. Er undirritunin í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá 13. apríl 2022.

Stafræn sundkort í Sundlaugina Laugaskarði

Stafræn sundkort eru komin í loftið fyrir íbúa og gesti Sundlaugarinnar Laugaskarði. Hægt er að kaupa staka miða, 10 og 30 miða kort og ½ árs og árs kort

Ingibjörg hlýtur Umhverfisviðurkenninguna 2022

Ingibjörg Sigmundsdóttir hlýtur Umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar árið 2022 fyrir óeigingjarnt starf með sjálfboðaliðasamtökunum Vinir Fossflatar og hennar starf við að koma upp fjölæringabeði við inngang lystigarðsins.

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga

Kjörskrá fyrir Hveragerði vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 14. maí 2022 liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20 frá og með 25. apríl 2022.

Þjónusta talmeinafræðinga tvöfaldast

Með breyttu fyrirkomulagi fá börn sem þurfa aðstoð talmeinafræðings og foreldar þeirra miklu betri þjónustu en áður þar sem ekki þarf lengur að sækja þjónustu sem greidd er af Sjúkratryggingum utan bæjarfélagsins. 

Nýjungar á leiksvæðum samþykktar

Bæjarráð hefur samþykkt að úrbætur verði gerðar á leikvöllum bæjarins og munu nokkrar þeirra verða framkvæmdar á vormánuðum.  Er hér um að ræða framkvæmdir sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun en vonast er til að þeim verði öllum lokið í byrjun maí.

Guðbjörg Íslandsmeistari í Crossfit 2022

Guðbjörg Valdimarsdóttir varð Íslandsmeistari í Crossfit í opnum flokki kvenna um liðna helgi. Crossfit Reykjavík hélt Íslandsmótið að þessu sinni.
Getum við bætt efni síðunnar?