Fréttir
Hveragerðisbær semur við Listasafn Árnesinga
Undirritun nýs þjónustusamnings milli Hveragerðisbæjar og Listasafns Árnesinga var undirritaður í Listasafninu í gær. Samningurinn er til þriggja ára, til ársloka 2026. Meginmarkmið samningsins er að auka samstarf Hveragerðisbæjar og Listasafnsins og efla þar með menningarstarf, sýningahald og safnastarf í bænum. Samningurinn fellur að stefnu Hveragerðibæjar þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að unnið sé með sérstöðu bæjarins á sviði lista og að byggð sé upp skapandi menning í bænum.
Hvergerðingar á Mannamótum Markaðsstofanna
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið í Kórnum í Kópavogi í gær, 18. janúar. Mannamót eru haldin í janúar hvert ár í þeim tilgangi að ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni fái tækifæri til að kynna sig og sínar vörur og þjónustu fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu.
Upplýsingamiðstöðin opnuð að Breiðumörk 21
Upplýsingamiðstöð Hveragerðis mun verða opnuð að Breiðumörk 21 á næstu dögum. Þar verður hún tímabundið staðsett meðan uppbygging í Hveragarðinum stendur yfir en áætlað er að þar verði Upplýsingamiðstöðin til frambúðar.
Upptaktur fyrir 5.-10. bekk á Suðurlandi
Í ár stendur sunnlenskum börnum og ungmennum í 5. - 10. bekk til boða að taka þátt í Upptaktinum sem er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á vegum tónlistarhússins Hörpu.
Ungur nemur, gamall temur
Félag eldri borgara í Hveragerði hefur í haust kastað sér í djúpu laugina með nýjungar á haustmisseri sem nú hefur komið í ljós að var gæfuspor. Stjórnin hafði frá því sl. vor átt í viðræðum við bæjarstjórann um hvort ekki væri hægt að styðja við félagið með að leggja til starfsmann í hlutastarfi á skrifstofu okkar til aðstoðar við skráningar, tölvuvinnslu, almenna upplýsingagjöf ofl. fyrir félagsmenn.
Getum við bætt efni síðunnar?