Fara í efni

Fréttir

Gatnagerð í Hólmabrún og Þelamörk að hefjast

Með þessari framkvæmd má segja að lokahnykkur á uppbyggingu í austur hluta bæjarins sé farinn í gang en framkvæmdin nú felst í lagningu Þelamerkur frá Leikskólanum Undralandi og niður á Sunnumörk auk Hólmabrúnar og umfangsmikillar vinnu við fráveitu á svæðinu. 

Íbúar Hveragerðisbæjar afar ánægðir með þjónustu bæjarins

Hveragerðisbær skipar sér í efsta sæti sveitarfélaga þegar spurt er um heildaránægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til þess að búa á en niðurstaða þjónustukönnunar sveitarfélaga 2021 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar þann 10. febrúar 2022. 

Endurnýtum - Rauði krossinn með fatasölu

Það er opið hjá Rauða krossinum, Hveragerðisdeild, alla fimmtudaga milli kl. 13:00 - 16:00 að Mánamörk 1. Þar er hægt að kaupa afar ódýran fatnað bæði fyrir börn og fullorðna. Nú má finna þar ýmislegt vandað og gagnlegt fyrir vetrarríkið sem hér er.

Áríðandi tilkynning til bæjarbúa

Leikskólar og grunnskólinn í Hveragerði verða lokaðir á morgun og allar stofnanir Hveragerðisbæjar eru lokaðar til hádegis á morgun vegna mjög slæms veðurs sem gert er ráð fyrir að gangi yfir svæðið síðla nætur og í fyrramálið. Fylgist með tilkynningum í fyrramálið á heimasíðu bæjarins og á facebook.

Arnon ehf hefur framkvæmdir við gatnagerð í Öxnalæk og Vorsabæ

Bæjarstjórn hefur samþykkt að taka lægsta tilboði frá Arnon ehf enda uppfyllti bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna. Er tilboðið 75,9% af kostnaðaráætlun verksins sem verður að teljast harla góð niðurstaða fyrir bæjarfélagið.  Hefur samningur um verkið verið undirritaður og því munu framkvæmdir á svæðinu hefjast fljótlega. 

Lóðum úthlutað á fundi bæjarráðs

Öllum lóðum í fyrsta áfanga Kambalands hefur nú verið úthlutað en við hverja úthlutun hafa borist margfalt fleiri umsóknir en hægt er að verða við.

Fjórar sýningar opna í Listasafni Árnesinga þann 5. febrúar

Fjórar sýningar opna laugardaginn 5. febrúar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og standa þær allar til 22. maí næstkomandi. Í þessum ólíku en þó samhljóma sýningum er yfirborðið ekki sem sýnist. Hver og einn þessara listamanna kannar á sinn hátt mörk þess hvernig við skynjum yfirborðið, það er staðinn þar sem líkamar okkar enda og heimurinn hefst.

Álagning fasteignagjalda 2022

Álagningaseðlar eru ekki sendir út heldur eru þeir birtir rafrænt á vefsíðunni www.island.is undir „Mínar síður“ og er innskráning með rafrænum skilríkjum eða með íslykli.
Getum við bætt efni síðunnar?