Fara í efni

Frístundamiðstöðin Bungubrekka óskar eftir frístundaleiðbeinanda / matráði í 50% starf

TILGANGUR / MARKMIÐ STARFSINS

 • Dagvinna í frístundaheimilinu Skólasel
 • Yfirumsjón með eldhúsi, innkaupum og undirbúnings í kringum síðdegishressingu
 • Bjóða upp á innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.
 • Bjóða öllum börnum þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra.

HELSTU VERKEFNI

 • Undirbúa heilsusamlega síðdegishressingu sem samræmir gildum sveitarfélagsins sem heilsueflandi samfélags fyrir þau börn sem sækja frístundaheimilið.
 • Yfirumsjón með eldhúsaðstæðum, þrifum og að öllum verkferlum sé fylgt.
 • Skipulagning á matseðil og innkaupum.
 • Yfirumsjón með matmálstímum og tryggja að öll börn fái hressingu.
 • Vinna gegn andfélagslegri hegðun og skapa öruggt umhverfi.
 • Skapa lýðræðislegt umhverfi þar sem börnin eiga kost á því að tjá sig og hafa áhrif á starfið.
 • Fræða börn og vekja áhuga á heilsusamlegum matvælum og lýðheilsu almennt.
 • Yfirferð á búnað og efnivið í eldhúsi

ÖNNUR VERKEFNI

 • Þátttaka og matseld hádegismats á heildagsviðveru-dögum þegar starfsemi grunnskólans fellur niður eða er ekki í gangi.
 • Daglegur undirbúningur fyrir starfsemi frístundaheimilisins og tiltekt í lok dags.
 • Leiðbeina og tryggja þátttöku barna í daglegu starfi með styrk þeirra að leiðarljósi.
 • Ýta undir leik, sköpun og lýðheilsu.
 • Leysa úr ágreining, leiðbeina samræðum barna, ýta undir vináttu og hjálpa börnum að eiga við tilfinningar sínar.
 • Að stíga inn í fjölbreytt hlutverk ef kemur til manneklu í frístundaheimilinu.

KRÖFUR UM MENNTUN OG / EÐA REYNSLU / HÆFNI

 • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
 • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
 • Reynsla sem matráður eða úr sambærilegu starfi kostur
 • Samskipta- og samvinnuhæfni
 • Jákvætt og lausnarmiðað hugarfar
 • Sveigjanleiki og hjálpsemi
 • Þolinmæði og umhyggjusemi
 • Hæfni til þess að lesa í aðstæður
 • Virðing fyrir börnum, skoðunum og upplifun þeirra
 • Tæknilæsi eða vilji til þess að nýta tækni í starfi
 • Hreint sakavottorð þarf að fylgja með umsókn

SAMSKIPTI

 • Frístundaleiðbeinendur eru í daglegum samskiptum við þau börn sem sækja starfið og þurfa að leiðbeina þeim eftir þörfum
 • Allar ákvarðanir sem geta haft áhrif á daglegt starf, börn, foreldra eða aðra starfmenn þarf að bera undir næsta yfirmann.

VINNUAÐSTÆÐUR

 • Atvinnueldhús í húsnæði Bungubrekku
 • Útivera getur verið hluti af starfinu í sérstökum tilfellum
 • Vinnutími er breytilegur eftir dögum og vikum en er reglulega frá 12:00-16:00 eftir samkomulagi

ÁBYRGÐ

 • Ábyrgð á velferð, öryggi og vellíðan barna sem sækja starfið
 • Ábyrgð á búnað sem er nýttur í daglegu starfi
 • Gæðaeftirlit með eldhúsi og að öllum viðeigandi verkferlum sé fylgt
 • Að gagnrýna starfsemina og tilkynna það sem betur mætti fara
 • Persónubundnar sóttvarnir

STEFNUMÓTUN OG / EÐA NEFNDARSETA

 • Virk þátttaka í mótun starfsins undir leiðsögn næsta yfirmanns.

UMSÓKNARFERLI

 • Umsóknir fara í gegnum íbúagátt Hveragerðisbæjar
 • Skila þarf inn ferilskrá samhliða umsókn
 • Skila þarf inn sakavottorði samhliða umsókn.
 • Frekari upplýsingar varðandi stöðuna eða umsóknarferlið veitir Ingimar Guðmundsson, forstöðumaður frístundamála, í gegnum póstfangið ingimar@hveragerdi.is eða í síma síma 6603919

 

 


Síðast breytt: 22. október 2021
Getum við bætt efni síðunnar?