Fréttir
Íþróttavika Evrópu - dagskrá í Hveragerði
Hveragerðisbær tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem er haldin á hverju ári dagana 23.-30. september í yfir 30 Evrópulöndum.
Ölfusréttir sunnudaginn 14 september.
Í tilefni Ölfusrétta sem verða sunnudaginn 14. september klukkan 14 verður gjaldfrjálst að leggja á bílastæðunum í Reykjadal frá klukkan 8-17.
Nýr kortagrunnur tekinn í notkun
Nýr og notendavænni kortagrunnur hefur verið tekinn í notkun. Kortagrunnurinn er hugsaður íbúum til upplýsingaöflunar.
Regnbogafáninn málaður á Skólamörk
Félagsmiðstöðin Bungubrekka málar regnbogafánann á götuna við Skólamörk í kvöld kl. 20.00.
Tilkynning frá Rarik - Rafmagnsleysi í Hveragerði
Rafmagnsbilun er í gangi að Sunnumörk og Mánamörk, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
Sundlaugin Laugaskarði - strax brugðist við
Köldum potti hefur verið lokað í Sundlauginni Laugaskarði eftir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mældi í honum hækkað gerlamagn fyrr í mánuðinum. Sundlaugin sjálf og aðrir pottar í Laugaskarði komu hins vegar mjög vel út úr mælingum.
Sinfó í sundi á föstudaginn
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Sundlauginni Laugaskarði föstudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í tilefni af 75 ára afmæli Sinfó.
Getum við bætt efni síðunnar?