Fara í efni

Heilsuefling fyrir eldri íbúa Hveragerðisbæjar

Ókeypis heilsuræktarnámskeið fyrir eldri íbúa í Hveragerði hefst þann 13. september n.k. Námskeiðið er kennt 3 x í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:45 - 11:45. Áhersla verður á styrktarþjálfun ásamt því að þjálfa þol, jafnvægi og lipurð.

Æfingar fara fram í Hamarshöllinni.

Skráning er óþorf, allir velkomnir sem eru 60 ára og eldri þeim að kostnaðarlausu. 

Námskeiðið hefst 13. september og er til 5. nóvember.

Berglind Elíasdóttir íþróttakennari kennir námskeiðið

 

 

 

 


Síðast breytt: 1. september 2021
Getum við bætt efni síðunnar?