Fara í efni

Útboð - Sláttur og hirðing í Hveragerði

Mynd: Hveragerðisbær
Mynd: Hveragerðisbær

Hveragerðisbær kt. 650169 4849, óskar eftir tilboðum í verkið: „Sláttur og hirðing í Hveragerði“.
Verkið felst í því að slá og hirða tilgreind svæði í Hveragerðisbæ. Verkið er boðið út til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár.

Helstu magntölur eru:

Sláttur 1. stig slegið á 7 daga fresti: 24131 m² (í hvert skipti)
Sláttur 2. stig slegið á 14 daga fresti: 60459 m² (í hvert skipti)
Sláttur 3. stig slegið á 30 daga fresti: 64781 m² (í hvert skipti)

Sláttutímabilið er 18 vikur, frá byrjun maí fram í september og er því um að ræða um 1,2 milljónir fermetra sem þarf að slá í heildina.

Verkfræðistofan EFLA suðurlandi sér um útboðið fyrir hönd Hveragerðisbæjar, hægt er að nálgast útboðsgögn á netfanginu: bjs@efla.is

Frestur bjóðenda til að skila tilboðum rennur út : miðvikudaginn 31.01.2024 kl. 14:00


Síðast breytt: 3. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?