Fréttir
Bæjarstjórn samþykkir fyrsta áfanga gervigrasvallar
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 8. maí sl. að hefja uppbyggingu á fyrsta áfanga gervigrasvallar við Hamarshöll á grundvelli tillögu Alark arkitekta. Bæjarstjóra var falið að setja af stað útboð eða verðkönnun og sjá um samningagerð.
Opið ungmennaráð ræddi hátíðahöld
Það vantaði ekkert upp á hugmyndirnar hjá unga fólkinu í Skjálftaskjóli þegar menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi heimsótti þau í opið ungmennaráð sl. þriðjudag.
Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við þau um hátíðahöld í Hveragerði og fá fram skoðanir þeirra og hugmyndir á því hvað þau vildu helst sjá og gera á slíkum hátíðum.
Getum við bætt efni síðunnar?