Stórsókn í uppbyggingu leiksvæða í Hveragerði
Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar að blása til sóknar í leiksvæðum bæjarins og var bæjarstjóra falið að vinna ýmist að hönnun, uppbyggingu eða úrbótum á samtals sex svæðum. Er þetta gert vegna áherslu á fjölskylduvænt samfélag í Hveragerðisbæ.