Fréttir
Ungur nemur, gamall temur
Félag eldri borgara í Hveragerði hefur í haust kastað sér í djúpu laugina með nýjungar á haustmisseri sem nú hefur komið í ljós að var gæfuspor. Stjórnin hafði frá því sl. vor átt í viðræðum við bæjarstjórann um hvort ekki væri hægt að styðja við félagið með að leggja til starfsmann í hlutastarfi á skrifstofu okkar til aðstoðar við skráningar, tölvuvinnslu, almenna upplýsingagjöf ofl. fyrir félagsmenn.
Íbúakönnun landshlutanna - taktu þátt!
Íbúakönnun landshlutanna er nú farin af stað að nýju. Sem fyrr er tilgangurinn að kanna hug íbúa um ýmsa þætti tengda búsetu þeirra með það markmiði að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði á svæðunum.
Útboð - Sláttur og hirðing í Hveragerði
Hveragerðisbær kt. 650169 4849, óskar eftir tilboðum í verkið: „Sláttur og hirðing í Hveragerði“Verkið felst í því að slá og hirða tilgreind svæði í Hveragerðisbæ. Verkið er boðið út til tveggja ára með möguleika á framlengingu í eitt ár.
Áramótabrenna og flugeldasýning á gamlárskvöld
Kveikt verður í áramótabrennu við Breiðumörk ofan Grýluvallar á gamlárskvöld klukkan 20.30.
Eric Máni Guðmundsson er Íþróttamaður Hveragerðis 2023
Það var Eric Máni Guðmundsson sem kjörinn var Íþróttamaður Hveragerðis árið 2023 við athöfn í Listasafni Árnesinga í dag, fimmtudaginn 28. desember.
Getum við bætt efni síðunnar?