Nú standa yfir verkföll í leikskólum víða um land og ef ekki nást samningar munu verkföllin bitna á starfssemi leikskólanna í Hveragerði strax í næstu viku
Þann 20. apríl síðastliðinn, á sumardaginn fyrsta voru umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar afhent að vanda við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum á Reykjum.
Samstarfspósthúsinu verður lokað 31. ágúst 2023. Þjónusta póstsins í Hveragerði og dreifbýli verður áfram tryggð með póstboxi, póstbíl, landpóstum og öðrum pósthúsum.
Búið er að opna fyrir skráningu fyrir börn fædd 2013-2017 í sumarstarfi Bungubrekku og einnig fyrir Vinnuskóla Hveragerðisbæjar fyrir unglinga fædda 2007-2009. Námskeið og viðburðir fyrir börn fædd 2010-2012 verða auglýst þegar nær dregur.
Eins og flestir bæjarbúar vita er tekið á móti notuðum fötum hér í gáma á vegum Rauða Kross Íslands og er það ein af þeirra fjáröflunarleiðum. Bæjarbúar hafa löngum verið afar duglegir við að skila þeim fötum sem ofaukið er í þessa gáma og það ber að þakka.