Skóflustunga að gervigrasvelli - allir með!
Föstudaginn 28. júní kl. 18.30 verður formlega tekin skóflustunga að nýjum gervigrasvelli á knattspyrnusvæði Hamars uppi í Dal. Að skóflustungu lokinni býður Hveragerðisbær upp á pylsur og gos við vallarhús Grýluvallar fyrir leik Hamars og Ýmis í toppbaráttu 4. deildar karla sem hefst kl. 19.15.