Sex tilnefningar bárust til íþróttamanns Hveragerðis árið 2023 en kjörið fer fram við athöfn í Listasafni Árnesinga fimmtudaginn 28. desember klukkan 16.
Nú um áramótin mun Upplýsingamiðstöð Suðurlands loka í þeirri mynd sem hún hefur verið rekin síðustu 20 ár í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk og er síðasti opnunardagur föstudagurinn 29. desember 2023.
Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar, en velferðarþjónusta Hveragerðisbæjar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra og ráðgjöf við dagforeldra og foreldra
Jólaljósin voru tendruð á jólatrénu í Lystigarðinum sunnudaginn 3. Desember á fyrsta sunnudegi í aðventu. Það var ískalt í veðri en það kom þó ekki í veg fyrir að börn og fullorðnir nytu stundarinnar saman. Jólasveinarnir stálust til að koma úr Reykjafjalli og skemmtu sér konunglega með krökkunum í garðinum.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum í gær um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar að því máli.
Frá áramótum tekur við ný meðferð á lífrænum úrgangi og frá þeim tíma má ekki setja maíspoka í lífræna úrganginn. Ástæða þess er sú að lífræni úrgangurinn fer í moltugerð hjá Gas- og jarðgerðarstöð Gaju á Álfsnesi. Sú stöð tekur ekki við maíspokum þar sem þeir geta valdið vandræðum í vélbúnaði stöðvarinnar.