Guðríður Aadnegard hlaut hvatningarverðlaun
Guðríður Aadnegard, námsráðgjafi og umsjónarkennari við Grunnskólann í Hveragerði, hlaut hvatningarverðlaun dags gegn einelti í dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhentu henni verðlaunin við hátíðlega athöfn í Rimaskóla.