Pétur G. Markan ráðinn bæjarstjóri í Hveragerðisbæ
Pétur G. Markan hefur verið ráðinn sem bæjarstjóri í Hveragerðisbæ. Tillaga þess efnis var samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og lista Okkar Hveragerðis á bæjarstjórnarfundi í dag. Fulltrúar minnihlutans í D-listanum sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.