Fara í efni

Fréttir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

Með því að taka þátt í þessu verkefni ertu ekki bara að bæta skemmtilegri hreyfingu við þína daglegu rútínu, heldur lækkar þú kolefnissporin í leiðinni og sparar þá peninga sem færu annars í eldsneyti. Það er semsagt ENGIN ástæða til að taka ekki þátt! Ef þú hefur ekki þegar skráð þig til leiks getur þú gert það núna á heimasíðu Hjólað í vinnuna.

Hveragerðisbær sendir sumarkveðjur

Blómabærinn tekur á móti sumri hreinn og fínn en starfsmenn áhaldahúss, garðyrkju- og umhverfisdeildar hafa undanfarna daga unnið að sópun og þvotti á götum bæjarins auk þess sem vorblómin eru farin að prýða blómaker við aðalgötuna. 

Lóðir í Kambalandi lausar til úthlutunar

Til úthlutunar eru 19 lóðir fyrir einbýlishús í Kambalandi. Hverfið er í hraðri uppbyggingu í nágrenni skógræktarsvæðis og góðra gönguleiða.

Sumarkviss á sumardaginn fyrsta

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar mun standa að "sumarkvissi" á sumardaginn fyrsta. Frétt verður uppfærð þegar nær dregur með ítarlegri upplýsingum.

Stoðir garðyrkjunáms að Reykjum verði styrktar

bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 8. apríl s.l. : Bæjarráð lýsir yfir ánægju með fund menntamálaráðherra og allra bæjarfulltrúa Hveragerðisbæjar sem haldinn var í vikunni þar sem staða garðyrkjuskólans að Reykjum var rædd. Bæjarfulltrúar höfðu áður hitt starfsmenn að Reykjum þar sem farið var yfir málefni skólans auk þess sem bæjarstjóri hefur átt fundi með ráðherra og öðrum aðilum sem látið hafa sig málið varða að undanförnu. Bæjarráð vonar að væntanleg tengsl garðyrkjunámsins við Fjölbrautaskóla Suðurlands (Fsu) verði farsæl. Mikilvægt er að stoðir garðyrkjunáms að Reykjum verði styrktar þannig að nám og kennsla geti dafnað til framtíðar og uppfyllt þannig þarfir atvinnulífsins fyrir hæft og vel menntað starfsfólk. Jafnframt að öll aðstaða og landsvæði að Reykjum muni áfram nýtast garðyrkjumenntun og ekkert verði gert sem takmarkar aðgang garðyrkjunámsins að þessu svæði. Jörðin Reykir býr yfir miklum möguleikum til framtíðar. Notkun jarðarinnar er samtvinnuð uppbyggingu garðyrkju á Íslandi og því er mikilvægt að staðurinn fái, í samvinnu við græna geirann, tækifæri til að auka og efla starfsemi á staðnum. Bæjarráð telur mikilvægt að þar haldi uppbygging áfram til framtíðar.

Tilmæli vegna leikskólastarfs

Stjórnendur Hveragerðisbæjar og stjórnendur leikskólanna hafa fundað vegna hertra samkomutakmarkana vegna Covid-19.
Getum við bætt efni síðunnar?