Fara í efni

Fréttir

Húsnæði til leigu

Hveragerðisbær auglýsir hluta af húsnæðinu að Breiðumörk 21, (Kjöt og kúnst húsið) til leigu og kallar eftir áhugasömum aðilum sem myndu vilja nýta það í núverandi ástandi og þannig að garðyrkjudeild geti einnig nýtt hluta af húsnæðinu.

Mörg smit vegna Covid - staðan 28. desember

Það er ljóst af tölum morgunsins að smitum hefur fjölgað nokkuð hratt hér í Hveragerði að undanförnu og nú er staðan sú að smit eru langflest hér í Hveragerði sé horft til annarra sveitarfélaga á Suðurlandi.  Því er mikilvægt að við öll sameinumst um að viðhafa þær sóttvarnir sem í gildi eru og virða almenna smitgát í umgengni við hvert annað.

Pössum ruslatunnurnar okkar!

Mikilvægt er að íbúðaeigendur passi ruslatunnur sínar og sjái til þess að þær geti ekki fokið.

Loftorka átti lægsta tilboð í gerð Ölfusvegar

Loftorka Reykjavík ehf í Garðabæ átti lægra tilboðið í gerð Ölfusvegar um Varmá en Vegagerðin opnaði tilboð í verkið í síðustu viku. Tilboð Loftorku hljóðaði upp á 461,6 milljónir króna og var 5,4% yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem var 438,1 milljónir króna. Verkinu á að vera að fullu lokið þann 12. september á næsta ári.

Brúkum bekki í Hveragerði

Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt í "Brúkum bekki" verkefni Hveragerðisbæjar með því að gefa bekk og þannig leggja þannig lóð sitt á vogarskálar heilsueflandi samfélags. 
Getum við bætt efni síðunnar?