Fara í efni

Landsmót slysavarnadeilda í Hveragerði

Í lok september var haldið Landsmót slysavarnadeilda í Hveragerði og komu saman á Hótel Örk rúmlega 200 félagar úr slysavarnadeildum frá öllu landinu til að fræðast, ræða slysavarnir og bera saman bækur sínar. Hveragerðisbær bauð þeim til móttöku í íþróttahúsinu þar sem  forseti bæjarstjórnar Jóhanna Ýr bauð þau velkomin og boðið var uppá tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga sem heppnaðist mjög vel. Eftir það tóku þau sér tíma til að skoða bæinn, kynna sér fyrirtæki á svæðinu og hafa gaman.

Innan Landsbjargar starfa 37 slysavarnadeildir um land allt, sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys og óhöpp í sínu sveitarfélagi, ásamt því að vinna með björgunarsveitunum við hin ýmsu verkefni og veita þeim fjölþættan stuðning vegna útkalla og aðgerða.

Meðfylgjandi eru myndir frá helginni

 


Síðast breytt: 14. október 2022
Getum við bætt efni síðunnar?