Fréttir
Fréttatilkynning frá Sorpstöð Suðurlands
Sveitarfélög á Suðurlandi áforma að senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorpbrennslustöðvum í framhaldi af þeirri ákvörðun SORPU að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi. Samhliða þessu eru aðgerðir hafnar til að auka flokkun úrgangs á upprunastað til að tryggja að auðlindir í úrganginum nýtist sem best.
Vinningshafi í jólaorðaleiknum
Í jólagluggum bæjarins voru orð og setningar sem mynduðu gamla jólavísu eftir Jóhannes úr Kötlum.
Vísan heitir Jólakötturinn
Þið kannist við jólaköttinn
Sá var köttur gríðarstór.
Fólk vissi ekki hvaðan hann kom
Eða hvert hann fór.
Dregið var úr innsendum lausnum og var Berglind Matthíasdóttir, Dalsbrún 6 sú heppna og var hún með rétt heiti á vísunni.
Innilega til hamingju Berglind.
Verðlaunin gefa Ölverk, Hverablóm, Skyrgerðin og Sundlaugin Laugaskarði
Hveragerðisbær þakkar öllum fyrir þátttökuna og fyrirtækjum fyrir velvild.
Ibúafundur um deiliskipulag Friðarstaða
Vonast er eftir því að sem flestir mæti á íbúafund um deiliskipulag Friðarstaða sem haldinn verður næstkomandi þriðjudag, 15. janúar, á Skyrgerðinni kl. 20:00.
Íslenska er okkar mál
Bæjarráð Heragerðisbæjar hefur tekið undir nauðsyn þess að íslenska verði efld sem opinbert mál á Íslandi og áhersla lögð á að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.
Brýnt að auka flokkun sorps í Hveragerði
Oft var þörf en nú er nauðsyn! Afar mikilvægt er að bæjarbúar ráðist í átak í flokkun og minnkun á sorpi sem fer til urðunar enda eru líkur á að Sunnlendingar hafi ekki lengur aðgang að urðunarstað.
Íþróttamaður Hveragerðis 2018
Kristrún Rut Antonsdóttir, knattspyrnukona með Ítalska liðinu Roma, var kjörin íþróttamaður ársins 2018.
Jólakveðja bæjarstjórnar og bæjarskrifstofu 2018
Jólakveðja bæjarstjórnar og starfsmanna bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.