Fara í efni

Fréttir

Leikfélag Hveragerðis

Leikfélag Hveragerðis sýnir leikritið 2 Tvö faldir eða Two into one eftir Ray Cooney, þýðandi er Árni Ibsen og Leikstjóri María Sigurðardóttir.

Loksins komið skautasvell

Skautasvelli hefur verið komið upp við hliið Sundlaugarinnar Laugaskarði. Íbúar eru hvattir til að nýta sér nýja svellið á næstu dögum.

Sundlaugin Laugaskarði hefur nóg heitt vatn

Í Sundlauginni Laugaskarði eru allar laugar heitar og notalegar í kuldanum og er tilvalið að skella sér í sund hjá okkur í Hveragerði. Það er opið um helgina frá kl. 10:00 – 17:30.

Mikið hefur verið talað um að laugar hafi þurft að takmarka heitavatnsnotkun og þurft að loka eða að fækka opnum laugum. Við í Hveragerði höfum stundum þurft að bregðast við þegar gufuveita okkar hefur brugðist en nú er allt í topp standi hjá okkur.

Ánægja íbúa mest í Hveragerði

Íbúar Hveragerðisbæjar eru ánægðustu íbúar landsins þegar spurt er um ánægju með þjónustu bæjarfélagsins í árlegri þjónustukönnun Gallup.

Gönguskíðabraut klár

Hratt var brugðist við fyrirspurnum um troðna gönguskíðabraut í Hveragerði. Einar Lyng hjá GHG og Hafsteinn Davíðsson hjá Kjörís brugðust hratt við bón bæjarstarfsmanna og er búið að troða braut sem byrjar á 6. braut golfvallarins í Gufudal.

Brautin telur um 600 metra og er farinn hringur frá sjöttu flöt og á fjórðu braut að sjöttu og sjöundu og upp með áttundu braut meðfram Varmá og Sauðá að sjöttu flöt aftur.

Þúsund þakkir til þeirra félaga. Nú er tilvalið að skella á sig gönguskíðunum í blíðunni og stunda þessa skemmtilegu vetraríþrótt.

Vinningshafar í jólagluggaleiknum

Fjölskyldan í Dalsbrún 6, voru vinningshafar í jólagluggaleiknum en dregið var úr innsendum lausnum í byrjun janúar.

Hamingjuóskir til fjölskyldunnar.

Verðlaunin gefa Ölverk, Hverablóm, Skyrgerðin og Sundlaugin Laugaskarði

Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu

Álagningarprósentur hafa verið lækkaðar verulega í Hveragerði til að koma til móts við hækkað fasteignamat. Endurspeglar hækkað fasteignamat hversu mjög fasteignaverð hefur hækkað í Hveragerði og þar með hversu mjög verðmæti húseigna bæjarbúa hefur aukist að undanförnu. Bæjarstjórn samþykkti einróma að minnka áhrif þessarar hækkunar og lækka álagningarprósentur fasteignagjalda verulega fyrir árið 2019.

Getum við bætt efni síðunnar?