Nýr framkvæmdastjóri hjá Íþróttafélagi Hamars
Íþróttafélagið Hamar í Hveragerði lauk nýverið við ráðningu á fyrsta framkvæmdastjóra félagsins. Eftir umsóknarferli var ákveðið að ráða Hafþór Vilberg Björnsson í starfið en Hafþór hefur um langt skeið verið virkur í flestum deildum Hamars og þekkir því starfsemi félagsins mjög vel.