Fara í efni

Bæjarstjórn

564. fundur 25. maí 2023 kl. 17:00 - 17:25 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Brynjólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Brynjólfsdóttir þjónustufulltrúi
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Liður 1 í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 2. maí 2023

2304004F

Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 2. maí 2023 var afgreidd á fundi bæjarstjórnar þann 11. maí 2023. Ekki var rétt bókun vegna afgreiðslu liðar 1 og hann því afgreiddur hér aftur.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Alda Pálsdóttir.
Vegna liðar 1 "Þórsmörk 3 - grenndarkynning" samþykkir bæjarstjórn grenndarkynnt áform um byggingarleyfi.

2.Fundargerð atvinnumálanefndar frá 19. apríl 2023

2305098

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Alda Pálsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar, fyrri umræða

2305097

Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Samþykkt samhljóða að vísa samþykkt um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar til síðari umræðu.

4.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs, fyrri umræða

2305100

Lögð fram til fyrri umræðu samþykkt um meðhöndlun úrgangs Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Geir Sveinsson, Eyþór H. Ólafsson, Sandra Sigurðardóttir, Alda Pálsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Samþykkt samhljóða að vísa samþykkt um meðhöndlun úrgangs til síðari umræðu.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:25.

Getum við bætt efni síðunnar?