Fara í efni

Bæjarstjórn

563. fundur 11. maí 2023 kl. 17:00 - 18:42 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Andri Helgason varamaður
  • Hlynur Kárason varamaður
  • Alda Pálsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2022, síðari umræða

2304065

Lagður fram til síðari umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2022.
Á fundinn mætti Kristján Þór Ragnarsson frá Deloitte endurskoðun og lagði fram endurskoðunarskýrslu sína. Kynnti hann ársreikninginn og endurskoðunarskýrsluna.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Líkt og kom fram í fyrri umræðu þá er í fyrsta sinn tekin inn í rekstur Hveragerðisbæjar öll samstarfsverkefni sem Hveragerði er aðili að og eru þau öll bókuð með A-hluta í ársreikningi fyrir árið 2022.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 4.413 m.kr. samkvæmt samantektum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 3.946 m.kr. Með þessu sjáum við að heildartekjur sveitarfélagsins eru að hækka umfram það sem áætlað var eða um tæplega 500 m.kr. sem er mjög jákvætt.

Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er neikvæð um 248 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu upp á 76,5 m.kr.
Helstu ástæður eru ytri aðstæður í efnahagsumhverfinu og hækkun vísitölu var mun meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Hækkun vísitölu á árinu 2022 var 9,5% en gert var ráð fyrir 4% hækkun. Slíkar hækkanir á vísitölu hafa gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu allra þeirra sem skulda.

Rekstarafkoma fyrir fjármagnsliði hjá A og B hluta er 216 m.kr en áætlaðar voru 176 m.kr. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam um 360 m.kr. eða 8,2% af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var 109 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 251,5 m.kr. Munar þar mest um aukningu á óinnheimtum gatnagerðargjöldum.

Fjárfestingar á árinu 2022 námu 68,5 m.kr.sem er minna en gert var ráð fyrir. Felst það aðallega í auknum tekjum sem voru vegna gatnagerða.

Í árslok er hlutfall skulda af tekjum að frádregnum lífeyrisskuldbindingum sem falla til eftir 15 ár eða síðar 98,03%. Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 98,03% hjá A og B hluta, samanborði við 113,97% árið 2021. Skuldahlutfallið hjá A-hluta er 93,5% en var 110,07% árið 2021. Skv. 64. gr. 2. Málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.

Líkt og fram hefur komið er stefnumótunarvinna fyrir Hveragerðisbæ á loka metrunum og í kjölfarið verða sett fram mælanleg markmið í fjármálum ásamt 10 ára áætlun. Allt með það að markmiði að gera Hveragerðisbæ að enn betri búsetukosti og auka hagsæld íbúa og fyrirtækja hér í bæ en umfram allt er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn.

Sandra Sigurðardóttir
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Hlynur Kárason
Andri Helgason


Ársreikningurinn samþykktur og undirritaður.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 19. apríl 2023

2304002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 6 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Geir Sveinsson, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 6 "Opnun tilboða Grunnskólinn í Hveragerði, 3. áfangi viðbyggingar" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Stéttafélagsins með fyrirvara um álit frá KPMG samkvæmt 66. grein sveitarstjórnarlaga enda uppfylli tilboð þess skilyrði útboðsgagna. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.
Liður 7 "Opnun tilboða í verkið - Rif á Egilsstöðum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Aðalleið ehf enda uppfylli tilboð hans skilyrði útboðsgagna.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð bæjarráðs frá 4. maí 2023

2304005F

Liðir afgreiddir sérstaklega 8, 9 og 10.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhansdóttir, Alda Pálsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Sandra Sigurðardóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 8 "Samkomulag um samstarf um bakvaktir barnaverndar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 9 "Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Umsókn um leikskóladvöl barns í öðru sveitarfélagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 2. maí 2023

2304004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 4, 5, 6, 8, 12, 13, 14, 15 og 16.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Alda Pálsdóttir, Geir Sveinsson, Njörður Sigurðsson, Hlynur Kárason og Eyþór H. Ólafsson.
Liður 1 "Þórsmörk 3 - grenndarkynning" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn að samþykkir að grenndarkynna áform um byggingarleyfi.

Liður 2 "Dynskógar 22" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn að samþykkir að grenndarkynna breyttar teikningar vegna umsóknar um byggingarleyfi. Grenndarkynning nær til Dynskóga 18, 20, 24 og 26 og Laufskóga 21, 23 og 25.

Liður 4 "Aðalskipulagsbreyting - Finnmörk-Réttarheiði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn að samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar á reit S2 og aðliggjandi reit OP vegna fjölgunar leikskóladeilda í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin er auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 41. gr. sömu laga.

Liður 5 "Breyting á deiliskipulagi Finnmarkar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að auglýsinga breytingu á deiliskipulagi Finnmarkar vegna fjölgunar leikskóladeilda í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bætt verður inn í skilmála deiliskipulags, fyrir auglýsingu, að aðlaga skuli byggingu Réttarheiði 45 að hæð lands vegna hæðarmismunar á milli lóðanna. Deiliskipulagsbreytingin er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 41. gr. sömu laga.

Kl. 18:05 var gert fundarhlé.
Kl. 18:15 hélt fundur áfram.

Liður 6 "Árhólmar - deiliskipulagsgerð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu Árhólma í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangengnum almennum íbúafundi. Sýna þarf tjaldsvæði á uppdrætti í stað glamping.

Liður 8 "Álfahvammur - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar í samræmi við fyrirspurn.

Liður 12 "Bláskógar 2a - breytingar á bílskúr" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi Bláskóga 2a skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Bláskóga 2 og 4, Heiðmerkur 25, 27, 29 og 29a.

Liður 13 "Hverahlíð 9 - bílskúr" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi Hverahlíð 9 að uppfylltum brunavörnum. Grenndarkynning nær til Hveralíðar 7, 10, 12 og 13 og Brattahlíðar 6 og 8.

Liður 14 "Lóðarblað Öxl 7" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Öxl 7 með því skilyrði að lóðin eftir stofnun verði sameinuð lóðinni Öxl 4.

Liður 15 "Lóðarblað Öxl 15" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Öxl 15.

Liður 16 "Lóðarblað Öxl 16" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Öxl 16.


Fundagerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi, Breiðamörk 10

2305021

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Matur er mannsins megin ehf kt. 580196-2929, Breiðamörk 10, fasteignanúmer: 221-0084 rýmisnúmer: 03-0201 um leyfi til reksturs gististaðar í flokk II G Íbúðir.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugsemd við að umsóknina.

6.Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi, Breiðamörk 10

2305022

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Matur er mannsins megin ehf kt. 580196-2929, Breiðamörk 10, fasteignanúmer: 221-0086 rýmisnúmer: 03-0203 um leyfi til reksturs gististaðar í flokk II G Íbúðir.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn gerir ekki athugsemd við að umsóknina.

7.Beiðni um breytingu á deiliskipulagi vegna hestahúsahverfis Ljúfs að Vorsabæjarvöllum

2305036

Lögð fram beiðni frá Hestamannafélagið Ljúf að gerð verði breyting á deiliskipulagi
hesthúsahverfis Ljúfs að Vorsabæjarvöllum.


Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Eyþór H. Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja viðræður við Hestamannafélagið Ljúf um breytingu á deiliskipulagi.

8.Beiðni um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lóða NLFÍ í Hveragerði

2305037

Lögð fram beiðni frá Náttúrulækningafélagi Íslands frá 7. maí 2023 um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lóða NLFÍ.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja viðræður við Náttúrulækningafélag Íslands um breytingar á aðal og deiliskipulagi á lóð NLFÍ.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:42.

Getum við bætt efni síðunnar?