Fara í efni

Bæjarstjórn

549. fundur 18. júlí 2022 kl. 17:00 - 19:05 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
  • Sigmar Karlsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Forseti bauð Sigmar Karlsson velkomin á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

1.Bréf frá Aldísi Hafsteinsdóttur frá 15. júlí 2022.

2207022

Lagt fram bréf frá Aldísi Hafsteinsdóttur frá 15. júlí 2022 þar sem hún tilkynnir að þar sem hún hefur flutt lögheimili sitt úr Hveragerði sé hún ekki lengur kjörgeng sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar Aldísi Hafsteinsdóttur fyrir störf hennar í bæjarstjórn. Sigmar Karlsson verður varabæjarfulltrúa í hennar stað.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 14. júní 2022.

2206001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 9, 15, 20, 22, 23 og 24.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigmar Karlsson.
Liður 9 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 27. maí 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 15 "Bréf frá Helgu Björt Guðmundsdóttur frá 1. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 20 "Leikskóli í Kambalandi - samningur um hönnun" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir ráðningasamninginn.
Liður 22 "Lóðarumsókn Friðarstaðir 5 og 7 - ósk um framlengingu á fresti vegna framkvæmda" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir frestinn.
Liður 23 "Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir umsóknina.
Liður 24 "Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir umsóknina.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð bæjarráðs frá 30. júní 2022.

2206003F

Liðir afgreiddir sérstaklega 3, 4, 5, 8, 11, 14, 16, 18 og 21.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 3 "Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 24. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 4 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 20. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 5 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 21. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 8 "Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 10. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 11 "Bréf frá Einfalt ehf frá 28. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 14 "Minnisblað frá leikskólastjórum um forgangsúthlutun leikskólaplássa" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 16 "Minnisblað frá leikskólastjórum um talmeinafræðing við leikskóli Hveragerðisbæjar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 18 "Minnisblað frá forstöðumanni frístundamála um skráningu á viðveru í frístundaheimilinu" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 21 ""Ráðgjafasamningur um hönnun á stækkun Grunnskólans í Hveragerði áfangi 3" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð bæjarráðs frá 7. júlí 2022.

2207001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2 og 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson og Sandra Sigurðardóttir.
Liður 1 "Bréf frá Örk fasteignir ehf frá 28. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir nafnabreytinguna.
Liður 2 "Bréf frá Elvari Þrastasyni frá 28. júní 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir frestunina.
Liður 4 "Minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og velferðaþjónustu um ráðningu ráðgjafaþroskaþjálfa" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum meirihlutans afgreiðslu bæjarráðs. Fulltrúar D-listans sátu hjá.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D listans leggja mikla áherslu á að við uppsetningu ærslabelgsins verði hugað vel að undirlagi hans til þess að tryggja að loftþrýstingur verðir með viðunandi hætti. Einnig teljum við mikilvægt að hugað verði að uppsetningu girðinga til þess að fyrirbyggja óæskilega umferð um belginn.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 28. júní 2022.

2206002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2, 3 og 6.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 2 "Laufskógar 31 - umsókn um fjölgun bílastæða á lóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og synjar umsókninni.
Liður 3 "Austurmörk 14 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og synjar breytingu á deiliskipulagi.
Liður 6 "Árhólmar 1 þjónustumiðstöð deiliskipulagsbreyting" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árhólma. vegna Árhólma 1, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð umhverfisnefndar frá 29. júní 2022.

2206004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Liður 1 "Kynning á verkefnum Umhverfis og Garðyrkjudeild" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að visa þeim liðum í bókun nefndarinnar sem fela í sér fjárútgjöld til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

Kl. 17:25 var gert fundarhlé.
Kl. 17:28 hélt fundur áfram.

7.Ráðning bæjarstjóra.

2207012

Alls bárust 23 umsóknir um starf bæjarstjóra en 4 umsækjendur drógu nöfn sín til baka.
Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Í samræmi við málefnasamning Okkar Hveragerðis og Framsóknar var auglýst eftir bæjarstjóra Hveragerðisbæjar þann 16. júní sl. Umsóknarfrestur var til og með 30. júní. Alls bárust 19 gildar umsóknir um starf bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Að afloknu ráðningarferli og viðtölum við hæfustu umsækjendur leggur meirihlutinn til að Geir Sveinsson verði ráðinn í starf bæjarstjóra. Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er hér með falið að ganga til samninga við Geir um starf bæjarstjóra í Hveragerði og að ráðningasamningur verði lagður fyrir fund bæjarráðs til samþykktar.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Í ljósi þess að fulltrúar D-listans fengu ekki tækifæri til að koma að ráðningarferlinu frá upphafi, og þar með talið ekki aðgang að gögnum um alla umsækjendur á meðan ráðningarferlinu stóð, hafa fulltrúar D-listans ákveðið að sitja hjá við ráðningu bæjarstjóra.
Fulltrúar D-listans vænta góðs samstarfs við nýjan bæjarstjóra og óskum við honum velfarnaðar í starfi.
Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson


Tillagan samþykkt með fulltrúum meirihlutans, fulltrúar D-listans sátu hjá.

8.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - uppbygging Hamarshallarinnar og skipan í hönnunarhóp.

2207016

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggja til að farið verði af stað með hönnun og útboð á nýrri Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk þann 22. febrúar sl. Lagt er til að Hamarshöllin verði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða öðrum föstum efnum. Lagt er til að skipaður verði hönnunarhópur til að gera tillögu um hönnun hússins, þ.m.t. fyrirkomulag, íþróttavelli, aðstöðu og annað sem við á. Hönnunarhópurinn skili tillögu í síðasta lagi 15. ágúst 2022. Í framhaldinu verði farið í alútboð á hönnun og byggingu nýrrar Hamarshallar. Lagt er til að hönnunarhópinn skipi eftirtaldir aðilar:

Jóhanna Margrét Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi
Jón Friðrik Matthíasson, byggingafulltrúi
Þorsteinn T. Ragnarsson, stjórn Íþróttafélagsins Hamars
Sandra Sigurðardóttir, formaður bæjarráðs
Halldór Benjamín Hreinsson, varaformaður bæjarráðs
Andri Helgason, formaður Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar
Arnar Ingi Ingólfsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar
Hlynur Kárason, fulltrúi í skipulags- og mannvirkjanefnd
Tveir fulltrúar minnihluta.

Greinargerð
Mikilvægt er að bæjaryfirvöld horfi til langs tíma við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Upplýsingar sem komið hafa frá Duol, hinum slóvenska framleiðanda á loftbornu íþróttahúsi, hafa verið ófullnægjandi og ekki fengist mikilvægar upplýsingar um gæði dúksins og ástæðu þess að húsið féll þann 22. febrúar sl. Því er rétt að Hveragerðisbær horfi á aðrar og varanlegri lausnir við uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum. Stefnt er að því að ný Hamarshöll, sem verði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða öðrum föstum efnum, verði komin upp haustið 2023. Til þess að svo megi verða þurfa upplýsingar um hönnun að liggja fyrir í ágúst og útboðsgögn verða tilbúin í haust. Þá er lagt til að farin verði leið alútboðs þar sem hönnun og bygging verði boðin út í einu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Njörður Sigurðsson, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir og Alda Pálsdóttir.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D-listans lýsa yfir áhyggjum sínum yfir því að enn séu ekki hafnar framkvæmdir vegna uppbyggingar Hamarshallar. Ljóst er að ekkert íþróttastarf fari fram í Hamarshöllinni veturinn 2022-2023 og þá er einnig afar ólíklegt að svo verði veturinn 2023-2024. Að hönnunar- og framkvæmdatími taki eitt ár er algjörlega óraunhæft. Ef byggja á íþróttamannvirki úr límtré eða stálgrind þarf að breyta burði í grunninum ef á annað borð á að nota á sömu staðsetningu og stærð. Þessi ákvörðunarfælni um efni í nýja Hamarshöll setur allt íþróttalíf í Hveragerði í uppnám.
Fulltrúar D-listans eru enn þeirrar skoðunar á loftborin höll sé hagkvæmasta lausn og í framhaldi eigum við að horfa saman á framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja á t.d. Sólborgarsvæðinu.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Kl.18:05 var gert fundarhlé.
Kl.18:24 hélt fundur áfram.

Fulltrúar meirihlutan lögðu fram eftirfarandi bókun.
Það er mat meirihlutans eftir ítarlega skoðun og upplýsingaöflun síðustu vikna og fundi með ýmsum fagaðilum að hagkvæmast til lengri tíma er að ný Hamarshöll verði byggð úr föstum efnum, s.s. stálgrind eða límtré. Slík hús hafa meiri notkunarmöguleika en loftborin hús auk þess að vera traustari og henta öllum íþróttum. Upplýsingar um framkvæmdatíma eru raundæmi frá framkvæmdaaðilum. Eins og komið hefur fram í umræðum á þessum fundi hafa ekki borist nægilega skýr svör við mikilvægum spurningum frá Duol og er óábyrgt að taka ákvörðun um kaup á slíku húsi án þess að þær upplýsingar liggi fyrir eins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist vilja gera. Það eru hagsmunir íbúa Hveragerðis að horft sé til framtíðar í uppbyggingu íþróttamannvirkja og það gerir meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir


Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Fulltrúar minnihlutans í hönnunarhópnum verða:
Aníta Líf Aradóttir.
Alda Pálsdóttir.

9.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - úrbætur á hundasvæðum.

2207017

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggja til að hundasvæði bæjarins verði gerð snyrtileg og skemmtilegri fyrir hunda að leik. Einnig verði umhverfisfulltrúa og umhverfisnefnd falið að finna hentugan stað fyrir nýtt smáhundasvæði undir Hamrinum.

Greinagerð

Tvö hundasvæði eru í austur hluta bæjarins og eru þau mikið nýtt af hundaeigendum. Mikilvægt er að hundarnir geti hlaupið frjálsir um í leik og notið sín í náttúrunni þar sem lausaganga hunda er ekki leyfileg í Hveragerði.
Leggjum við til að hundasvæðið sem liggur næst þjóðveginum verði lagað og gert aðgengilegra fyrir notendur þess ásamt því að það verði gert skemmtilegra fyrir hunda með hentugum leiktækjum. Felum við umhverfisfulltrúa og umhverfsnefnd að finna nýjan stað undir Hamrinum fyrir smáhundasvæði og umhverfisfulltrúa sömuleiðis falið að girða svæðið af fyrir notendur þess.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir


Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Alda Pálsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sigmar Karlsson.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu.
Fullltrúar D listans telja mjög mikilvægt að huga að uppbyggingu hundasvæða í Hveragerði þar sem áhersla er lögð á svæði bæði fyrir stóra og litla hunda. Við fögnum því að bæjarstjórn sé að huga að þessum málum en bendum á að samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir tveimur hundasvæðum fyrir stóra og litla hunda á Vorsabæjarsvæðinu. Fulltrúar D-listans leggja til að farið verði í uppbyggingu á hundasvæði til framtíðar á Vorsabæjarsvæðinu.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Tillagan D-listans felld með 5 atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar D-listans með.

Tillaga meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, Fulltrúar D-listans sátu hjá.

10.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - lengri opnunartími gámasvæðis

2207019

Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggja til að gámasvæðið verði opið á sunnudögum klukkan 12-16 það sem eftir er af júlí og í ágúst. Lokað verði þó sunnudaginn um verslunarmannahelgina.

Greinargerð:
Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að opnunartími gámasvæðis skuli ekki vera lengri en hann er og þá sérstaklega um helgar þegar bæjarbúar eru mikið að vinna í görðum sínum. Því vill meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar auka opnun um helgar nú í sumar til reynslu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Njörður Sigurðsson
Sandra Sigurðardóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson og Sigmar Karlsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.

11.Tillaga frá D-listanum - Kynjahlutfall í nefndum.

2207015

Fulltrúar D-listans leggja til að Framsókn og O-listi jafni nú þegar kynjahlutfall sitt í nefndum bæjarins. Í Umhverfisnefnd og Fræðslunefnd eiga fjórar konur og einn karl sæti í hvorri nefnd, en það sem öllu verra er er að fimm karlar eiga sæti í Skipulags- og mannvirkjanefnd og engin kona á sæti í nefndinni.

Greinargerð:
Ljóst er að meirihluti Framsóknar og O-lista þverbraut sveitarstjórnarlög nr.138/2011, 44. gr. og Samþykktir um stjórn Hveragerðisbæjar á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 7. júní sl. við skipan fulltrúa í nefndir bæjarins. Í 44. gr. framangreindra laga segir: „Ef velja á tvo eða þrjá fulltrúa í nefnd skal a.m.k. einn af hvoru kyni vera á lista. Ef velja á fjóra eða fimm fulltrúa skulu a.m.k. tveir vera af hvoru kyni.“

Í VI kafla Samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar segir í 34. gr.: „Framkvæmd kosninga skal þá vera í samræmi við ákvæði 44. og 45. gr. sveitarstjórnarlaga.“

Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga hvílir skylda á meirihluta hverju sinni að jafna kynjahlutföll.

Með skipan fjögurra karla í Skipulags- og mannvirkjanefnd af hálfu Framsóknar og O-lista og ójafna skiptingu í öðrum nefndum er gengið þvert á það sem segir í sveitarstjórnarlögum og Samþykktum um stjórn Hveragerðisbæjar. Sérstaka athygli vekur að bæjarfulltrúi O-listans skrifaði grein í Dagskránni sem kom út þann 12. janúar sl. sem fjallaði sérstaklega um kynjahlutföll í Héraðsnefnd Árnesinga með yfirskriftinni „Karlaveldi í Héraðsnefnd Árnesinga“ og fór þar mikinn um þann mikla kynjahalla sem þar var. Einnig hefur sami bæjarfulltrúi víða ritað og tjáð sig með ýmiskonar hætti um mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu Hveragerðisbæjar og gagnrýndi fyrri meirihluta D-lista fyrir að hafa ekki stundað slíka vandaða stjórnsýslu.

Alda Pálsdóttir
Sigmar Karlsson

Eftirtaldir tóku til máls: Alda Pálsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á tillögunni.

12.Sumarleyfi bæjarstjórnar.

2207013

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu: Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. greinar og 6. mgr. 31. greinar samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni síðunnar?