Fara í efni

Fréttir

Brýnt að auka flokkun sorps í Hveragerði

Oft var þörf en nú er nauðsyn! Afar mikilvægt er að bæjarbúar ráðist í átak í flokkun og minnkun á sorpi sem fer til urðunar enda eru líkur á að Sunnlendingar hafi ekki lengur aðgang að urðunarstað.

1.750.000,- til Birtu landssamtaka frá börnum Hveragerðisbæjar

Afrakstur fjölsótts góðgerðardags þar sem börn og ungmenni seldu ýmsar vörur til styrktar Birtu Landssamtökum foreldra sem misst hafa börn sín var afhentur forsvarsmönnum félagsins á opnum gangasöng þann 17. desember. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri mætt á góðgerðardaginn og má með sanni segja að börn og ungmenni Hveragerðisbæjar hafi sýnt einstakan dugnað og framtakssemi sem án vafa á eftir að verða unga fólkinu okkar dýrmæt reynsla þegar fram líða stundir.

Vegleg gjöf til leikskólans Óskalands!

Hjálparsveit skáta Hveragerði kom færandi hendi á dögunum og gaf öllum börnum og starfsfólki leikskólans Óskalands í Hveragerði endurskinsvesti!

Veruleg fjölgun íbúa framundan

Framboð húsnæðis mun stóraukast strax á næsta ári en framkvæmdir eru hafnar eða við það að hefjast á 156 íbúðum í bæjarfélaginu. Á árinu 2019 munu þær íbúðir byrja að koma inná markaðinn þannig að ljóst er að íbúafjölgun verður veruleg á næstu misserum.

Getum við bætt efni síðunnar?