Fara í efni

Bæjarstjórn

497. fundur 09. maí 2018 kl. 17:00 - 20:06 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Berglind Sigurðardóttir varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð. Njörður Sigurðsson gerði athugasemd við að liður 1 á dagskrá fundarins "Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2017 síðari umræða" vantaði í útsent fundarboð.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi dagskrárbreytingartillögu.
Við dagskrána bætist liður 13 "Aukning á magni í malbiksyfirlögn í Þelamörk" og liður 14 "Bréf frá Umhverfisstofnun frá 4. maí 2018". Tölusetningar annarra liða dagskrárinnar breytast til samræmis við þetta.
Eyþór H. Ólafsson.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

1.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2017 síðari umræða.

1805011

Á fundinn mætti Jóhann G. Harðarson, endurskoðandi, kynnti hann ársreikninginn og lagði fram endurskoðunarskýrslu sína.

Eftirtaldir tóku til máls: Eiþór H. Ólafsson og Njörður Sigurðsson.
Meirihluti Sjálfstæðismanna lagði fram eftirfarandi bókun:

Niðurstaða ársreiknings bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2018 er jákvæð sem nemur 82,2 m.kr.
Fjárhagur bæjarins er í traustum skorðum nú sem fyrri ár en samfelldur hagnaður hefur verið af rekstri samstæðu A og B hluta frá árinu 2012. Ytri aðstæður hafa verið sveitarfélögum hagfelldar að undanförnu en einnig hefur aðhald og árvekni í rekstrinum reynst nauðsyn til að svo jákvæð niðurstaða næðist.

Á árinu 2018 lauk stærstu framkvæmd kjörtímabilsins, byggingu 6 deilda leikskóla við Þelamörk. Það er ljóst að mikil þörf var á þeirri byggingu en nú getur bæjarfélagið boðið börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavistun. Meirihluti D-listans hugsar til framtíðar og er óhræddur við áskoranir eins og framkvæmdir undanfarin ár hafa sýnt. Þetta hefur gert að verkum að mikil ásókn er í búsetu í bæjarfélaginu og ánægja íbúa samkvæmt könnunum með því besta sem gerist á landinu. Fasteignaverð er hærra en í nágrannasveitarfélögum og fyrirséð að í bæjarfélaginu mun fjölga vel umfram landsmeðaltal á næstu árum. Við aðstæður sem þessar er mikilvægt að fjármálum bæjarins sé stýrt af festu en að jafnframt sé til staðar sýn til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða sem nauðsynlegir eru.

Ársreikningur 2017 sýnir sterka afkomu Hveragerðisbæjar bæði sveitarsjóðs og samstæðu(A og B hluta. Samstæðan skilar jákvæðu veltufé frá rekstri 277,2 mkr eða sem nemur ríflega 10% af heildartekjum bæjarins. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er jákvæð um 337,3 mkr eða sem nemur um 12,3% af heildartekjum samstæðu. Sem hlutfall af heildartekjum bæjarins nema skuldir í árslok 2017 109,7 % sem er 40,3 prósentustigum undir því skuldaþaki sem ný sveitarstjórnarlög hafa fyrirskipað. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs er jákvæð um 31,3 mkr.

Langtímaskuldir samstæðu (A og B hluta) að viðbættri leiguskuldinni vegna Sunnumerkur 2 nema 2.212 mkr.. Lífeyrisskuldbinding er 552 mkr. Samtals gerir þetta 2.764 mkr eða rétt ríflega 1 mkr pr íbúa. Það er ljóst að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að standa við skuldbindingar sínar og fjárhagslega fært um frekari fjárfestingar. Þennan árangur ber að þakka markvissu aðhaldi og traustu utanumhaldi fjármuna bæjarbúa undanfarin ár.

Fjárfestingar á árinu 2017 námu 522,3 mkr. á móti fjárfestingu ársins 2016 er nam 331,7 mkr. Helstu fjárfestingar ársins fólust í byggingu nýs leikskóla við Þelamörk(538mkr), innlausn erfðafestu á Friðarstöðum(64 mkr), gatnagerð, vatns- og fráveituframkvæmdum(85 mkr),kaupum á landi í Öxnalæk(15 mkr) og kaupum á Hveramörk 7(21,5 mkr), viðgerðir á Mjólkurbúi (9 mkr) en aðrar fjárfestingar voru smærri á árinu.

Tekin ný langtímalán voru 550 mkr en afborganir langtímalána námu 198,5 mkr.

Stærstu einstöku útgjaldaliðir Hveragerðisbæjar eru fræðslu- og uppeldismál sem taka til sín 47,4% af skatttekjum, félagsþjónustan 10,7% og æskulýðs- og íþróttamál 8,7%.

Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með góðu og ábyrgðarfullu starfi forstöðumanna bæjarins og starfsmanna sem allir hafa tekið virkan þátt og borið ábyrgð á að fjárhagsáætlun einstakra stofnana standist. Meirihluti D-listans færir þeim öllum bestu þakkir fyrir framlag þeirra til ábyrgs reksturs bæjarins.

Við lok kjörtímabilsins vill meirihlutinn þakka bæði starfsmönnum og bæjarbúum öllum vinsemd og ánægjulegt samstarf. Einnig þökkum við fulltrúum minnihlutans fyrir gott samstarf en fjárhagsáætlanir undanfarinna ára hafa verið unnar í samstarfi allra og hefur samstarf í bæjarstjórn verið traust og ánægjulegt. Fyrir það ber að þakka.

Eyþór H. Ólafsson
Aldís Hafsteinsdóttir
Friðriki Sigurbjörnsson
Berglind Sigurðardóttir.

Bæjarfulltrúar Frjálsra með Framsókn og Samfylkingar og óháðra fagna jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu bæjarins fyrir árið 2017. Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar hefur síðustu ár verið unnin í samstarfi allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn. Það hefur bætt fjármálastjórn bæjarins. Góð rekstrarniðurstaða má einnig rekja til þess að tekjur bæjarins voru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst er að skuldsetning hefur aukist talsvert m.a. vegna byggingar nýs leikskóla. Það gerir bæinn viðkvæmari fyrir ytri skakkaföllum, og því mikilvægt að gæta hófs í frekari lántökum á næstu árum. Eins og undanfarin ár vekur það athygli hversu stór hluti af tekjum bæjarins er framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, eða 518 mkr. af 2.624 mkr. heildartekjum sveitarsjóðs. Það nemur um 20% af heildartekjum sveitarsjóðs. Ástæða þessa háa framlags frá Jöfnunarsjóði eru lágar tekjur bæjarins. Með hærri tekjum er hægt að borga skuldir hraðar niður og auka þjónustu við bæjarbúa. Vænlegasta leiðin til að hækka tekjur bæjarfélagsins er að efla atvinnulíf, sem bæjarfulltrúar S- og B-lista hafa ítrekað bent á.

Undirrituð þakka fyrir gott samstarf á liðnum árum og vonast til þess að ný bæjarstjórn sem kjörin verður í lok þessa mánaðar muni einnig vinna vel saman að fjármálastjórn bæjarins.

Garðar R. Árnason B-lista
Njörður Sigurðsson S-lista
Vikoría Sif Kristinsdóttir S-lista

Ársreikningurinn samþykktur og undirritaður.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 26.apríl 2018.

1804002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 4,5,6,8,13 og 14.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 4 "Bréf frá Orkustofnun frá 28. mars 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir því við Veitur ohf að kannað verði til hlítar að lögn yfir Varmá verði lögð í nýrri brú.

Liður 5 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 18. apríl 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 6 "Bréf frá Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási frá 9. apríl 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 8 "Bréf frá Skáksambandinu Hróknum frá 12. apríl 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir bókun bæjarráðs.

Liður 13 "Tilboð frá Consello - Vátryggingar 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Consello.

Liður 14 " Minnisblað frá skrifstofustjóra: Yfirdráttur í Arion banka" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir yfirdráttinn.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 8.maí 2018.

1805023

Liðir 1,2,3 og 4 afgreiddir sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason, Viktoría Sif Kristinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 1 "Kambaland, tillaga að breytingu á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingartillagan ásamt forsendum hennar, verði kynnt íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim lagfæringum sem nefndarmenn lögðu til að gerðar yrðu á tillögunni.

Liður 2 "Brattahlíð 2, umsókn um byggingarleyfi fyrir niðurrifi gróðurhúss og fyrir byggingu á nýju gróðurhúsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir niðurrif á núverandi húsi og að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með að hafin er endurbygging tveggja garðyrkjustöðva hér í Hveragerði. Bæjarstjórn fagnar framkvæði og dug eigenda umræddra stöðva v/ Brattahlíð 2 og Laufskóga og vonar að þetta sé til marks um nýjan kraft í greininni.

Kl. 18:25 var gert fundarhlé.
Kl. 18:26 hélt fundur áfram.

Liður 3 "Öxnalækur spilda 191893, stofnun nýrra lóða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir stofnun umræddra lóða.

Liður 4 "Breikkun Hringvegar frá Biskupstungnabraut að Kambarótum, umsókn um framkvæmdaleyfi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfið.

4.Fundargerð fræðslunefndar frá 30.apríl 2018.

1805001

Liður 4 afgreiddur sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 4 "Skipurit stjórnunar í Grunnskólanum" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skólastjóra um breytingu á skipuriti stjórnunar til eins árs. Skólastjóri mun leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðarauka við þessa breytingu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð kjörstjórnar frá 23. apríl 2018.

1805003

Liður 2 afgreiddur sérstaklega.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 2 "Kjörstaður" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að kjörstaður verði ekki færður fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð kjörstjórnar frá 5.maí 2018.

1805013

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Fundargerð kjörstjórnar frá 6.maí 2018.

1805014

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar frá 16.apríl 2018.

1805025

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Öldrunarstefna Hveragerðisbæjar 2018-2022 síðari umræða.

1804004

Lögð fram Öldrunarstefna Hveragerðisbæjar fyrir árin 2018-2022 til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Öldrunarstefnan samþykkt samhljóða en með henna er mörkuð metnaðafull stefna á þessu sviði til ársins 2022.

10.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. apríl 2018.

1805006

Í bréfinu er umsögn sambandsins vegna frumvarps um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, 338. mál.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

Við gerð þessarar umsagnar var haft samráð við bæjarstjóra vegna reynslu og sérstöðu Hvergerðinga hvað varðar Viðlagatryggingu.
Í umsögninni er því sérstaklega fjallað um stöðu íbúa vegna svokallaðra manngerðra jarðskjálfta og þeírrar óvissu sem ríkir um bótaskyldu verði breyting á lögunum eins og hér er lagt til. Í frumvarpinu kemur skýrt fram að skemmdir af mannavöldum teljist ekki bótaskyldar. Er ljóst að hér er ekki verið að hafa hagsmuni almennings í fyrirrúmi og jafn ljóst að um þetta ákvæði á efir að rísa ágreiningur komi til tjóns af til dæmis manngerðum jarðskjálftum. Mun betra væri að sönnunarbyrði um að tjón sé ekki af völdum náttúruhamfara liggi ávallt hjá VÍ sem gæti þá endurkrafið þann sem er talinn bera ábyrgð á tjónsatburði. Ástæða er til að óttast að tjón vegna skjálfta sem eiga upptök á Hellisheiði verði oftar en ekki rakið til manngerðra skjálfta með tilheyrandi óvissu fyrir íbúa Hveragerðisbæjar.

Jákvæð breyting er í frumvarpinu um að tjónsþola beri skylda til að gera við húseign sem orðið hefur fyrir tjóni en slík skylda er ekki fyrir hendi í núgildandi lögum. Þjónar þessi breyting klárlega hagsmunum almennings sem og sveitarfélaga.

Að lokum er full ástæða til að taka undir gagnrýni sem fram kemur í umsögninni varðandi skort á samráði en til dæmis fékk Hveragerðisbær ekki frumvarpið til umsagnar.

Aldís Hafsteinsdóttir

Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarstjóra og felur henni að koma sjónarmiðunum til Alþingismanna.

11.Bréf frá Sorpstöð Suðurlands frá 2. maí 2018.

1805004

Með bréfinu fylgdi viljayfirlýsing sem SORPA bs, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf, Sorpstöð Suðurlands bs., og Sorpurðun Vesturlands hf hafa undirritað um úrgangsmál.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

12.Opnun tilboða í verkið: Niðurrif gróðurhús við Þórsmörk 2018.

1805002

Njörður Sigurðsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.

27. apríl voru opnuð tilboð í verkið "Niðurrif gróðurhúss við Þórsmörk 2018". Alls bárust 2 tilboð í verkið.

Arnon ehf 3.800.000.-
Guðmundur Sigurðsson 2.100.000.-

Eftirtaldir tóku til máls:
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Guðmundar Sigurðssonar.

13.Tillaga um malbiksyfirlögn í Þelamörk.

1805037

Eftirfarandi tillaga var lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að auka magn við malbiksyfirlögn í Þelamörk um rétt tæpa 300 metra þannig að gatan verði lagfærð upp að gatnamótum Þelamerkur og Laufskóga.
Kostnaður við þessa viðbót mun nema um 38-40 þúsund pr. lengdarmeter í götu eða allt að 12 mkr. Auknar tekjur vegna útsvars á árinu munu mæta þeim kostnaði sem þarna verður til.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

14.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 4. maí 2018.

1805038

Í bréfinu frá Umhverfisstofnun er eftirlitsskýrsla um Reykjadal frá 4. maí 2018.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Kl. 19:13 var gert fundarhlé.
Kl. 19:20 hélt fundur áfram.

Bæjarstjórn mótmælir harðlega sinnuleysi Umhverfisstofnunar í þessu máli. Stígurinn hefur verið lokaður síðan í lok mars og á öllu því tímabili hafa engar leiðbeiningar verið gefnar af stofnuninni um það til hvaða ráða skuli grípa til að hægt sé að opna stíginn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa staðið vaktina og vísað fólki frá án þess að koma sveitarfélögum á svæðinu til aðstoðar varðandi leiðbeiningar um nauðsynlegar úrbætur.
Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus hafa á undanförnum árum í samvinnu við Landbúnaðarháskólann staðið fyrir miklum úrbótum í Reykjadal enda hefur umhverfið allt tekið stakkaskiptum til hins betra. Það er aftur á móti eiganda dalsins, íslenska ríkinu, til minnkunar að sinna ekki betur um eina fjölförnustu gönguleið á Íslandi ef ekki þá fjölförnustu en um 300.000 manns leggja leið sína í dalinn árlega.
Bæjarstjórn telur augljóst að landvarsla í dalnum myndi bæta umgengni og sé því nauðsynleg. Ennfremur telur bæjarstjórn löngu tímabært að fundin verði önnur reiðleið sem létta myndi álagi af göngustígnum.
Bæjarstjórn óttast að skortur á landvörslu, leiðbeiningum, fjármagni og sinnuleysi stjórnvalda almennt muni valda skaða í dalnum og í kjölfarið valda rekstraraðilum í Hvergerði ómældum tekjumissi og skaða og krefst því aðgerða og úrbóta á vegum landeiganda nú þegar.

15.Athafnasvæði við Vorsabæ: tilboð í fornleifakönnun.

1805005

Alls bárust þrjú tilboð í forleifakönnun og rannsóknir á athafnasvæði í Vorsabæ.

Fornleifastofnun Íslands 2.778.600.- Ath. allt innifalið.
Fornleifastofan 1.078.480.- Ath. tímavinna verði um eiginlegan uppgröft að ræða ekki innifalin.
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir 464.300.- Ath. allt innifalið en fyrirvari um umfang verks.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Margrétar Hrannar.

16.Ráðning forstöðumanns bókasafns.

1805007

Alls bárust fimm umsóknir um stöðu forstöðumanns bókasafns. Fjórar þeirra uppfylltu skilyrði en tveir þeirra drógu umsókn sína til baka.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir,
Bæjarstjórn hefur yfirfarið þau gögn sem lágu til grundvallar mati á hæfi umsækjenda og samþykkir að Edda Hrund Svanhildardóttir verði ráðin forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði.

17.Tillaga D-listans um íþróttaskóla.

1805024

Á fundi menningar-, íþrótta- og frístundanefndar þann 5. febrúar 2018 febrúar var fjallað um tillögu sem borist hafði frá stjórn Íþróttafélagsins Hamars um íþróttaskóla fyrir 6 ? 8 ára börn sem leggja myndi áherslu á að kynna starf allra deilda Hamars. Í fundargerð kemur fram að horft verði til þess að íþróttaskóli komi til framkvæmdar haustið 2018.
Á fundi bæjarstjórnar þann 8. febrúar var eftirfarandi bókað vegna umrædds liðar í fundargerð MÍF nefndar:

Varðandi lið 1 vill bæjarstjórn lýsa yfir ánægju með frumkvæði íþróttafélagsins Hamars í
þessu máli og hvetur til áframhaldandi þróunar þessarar hugmyndar í samvinnu
íþróttafélagsins, bæjarfélagsins og skólayfirvalda.

Eftirfarandi er tillaga frá bæjarfulltrúum D-listans:

Þegar í stað verði skipaður starfshópur sem vinna muni að því markmiði að íþróttaskóli fyrir nemendur í 1. og 2. bekk myndi taka til starfa í haust. Í íþróttaskólanum tækju börnin þátt í fjölbreyttu íþróttastarfi og fengju kynningu á öllum helstu íþróttagreinum en þannig geta þau betur fundið sína íþrótt og stundað hana í framhaldinu.

Starfshópinn skipi formaður Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar, fulltrúi frá Íþróttafélaginu Hamri, forstöðumaður Frístundaskólans og fulltrúi Grunnskólans í Hveragerði. Starfsmaður hópsins verði menningar og frístundafulltrúi. Starfshópnum er heimilt að kalla til aðstoðar hverja þá einstaklinga sem komið geta með góðar hugmyndir til að íþróttaskólinn geti orðið að veruleika.

Starfshópurinn skuli leita leiða til að sem flestar íþróttagreinar fái kynningu og hafa í huga að tímasetningar æfinga skuli vera innan ramma frístundaskólans.

Foreldar og forráðamenn þurfa að skrá börnin í íþróttaskólann en gert er ráð fyrir að þátttökugjaldi verði haldið í algjöru lágmarki.

Starfshópnum er ætlað að skila tillögum til bæjarstjórnar um íþróttaskólann eigi síðar en í ágúst 2018.

Eyþór H. Ólafsson
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir

Berglind Sigurðardóttir.

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu um íþróttaskóla.
Undirrituð leggja til að starfshópur skuli ekki einungis vinna að því markmiði að koma á íþróttaskóla fyrir börn í 1. og 2. bekk næsta haust heldur skuli jafnframt skoða að koma upp íþróttaskóla fyrir yngri börn. Jafnframt er lagt til að starfshópinn skipi fulltrúi frá meirihluta bæjarstjórnar, fulltrúi frá minnihluta bæjarstjórnar, fulltrúi frá Íþróttafélaginu Hamri, forstöðumaður Frístundaskólans, fulltrúi Grunnskólans í Hveragerði og fulltrúi frá leikskólum bæjarins.

Greinargerð
Ljóst er að íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri væri einnig þörf og góð þjónusta við yngsta aldurshópinn í Hveragerði eins og fyrir börn í 1. og 2. bekk. Mögulega getur þó verið um að ræða aðrar áherslur en fyrir börn sem eru í 1. og 2. bekk. Starfshópnum verði því falið að kanna fýsileika þess að setja upp slíkan íþróttaskóla, skipulag hans og útfærslu. Tillaga um breytingu á starfshóp snýr að því að ekki aðeins sé fulltrúi meirihlutans skipaður í hópinn sem fulltrúi bæjarstjórnar heldur verði einnig fulltrúi minnihlutans í starfshópnum. Þá er jafnframt lagt til að fulltrúi af leikskólum bæjarins eigi fulltrúa í starfshópnum vegna þekkingar og reynslu leikskólanna af yngsta aldurshópnum.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Kl. 19:37 var gert fundarhlé.
Kl. 19:44 hélt fundur áfram.

Breytingartillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Fulltrúar D- listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti D-listans samþykkir breytingatillögu Samfylkingarinnar en bendir um leið á að íþróttaskóli fyrir leikskólabörn lýtur öðrum lögmálum en íþróttaskóli fyrir börn í frístundaskólanum. Sjálfsagt er þó að skoða möguleika á því að yngstu börn bæjarins fái að taka þátt í slíku starfi.

Eyþór H. Ólafsson
Friðrik Sigurbjörnsson
Aldís Hafsteinsdóttir

Berglind Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason og Aldís Hafsteinsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

18.Fyrirspurn frá S-lista um framkvæmdir á Eden-reit.

1805009

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn.
Fyrirspurn um framkvæmdir á Eden-reit
Árið 2017 var samþykkt nýtt deiliskipulag á Eden- og Tívolíreitum og gerir skipulagið ráð fyrir að byggðar verði 60-70 íbúðir á reitunum. Hveragerðisbær gerði í kjölfarið samning við Suðursali ehf. um uppbyggingu á svæðinu. Í fréttatilkynningu frá Hveragerðisbæ kom fram að framkvæmdir ættu að hefjast haustið 2017 og fyrstu íbúðir á reitunum yrðu tilbúnar til afhendingar á síðari hluta ársins 2018. Enn hafa framkvæmdir ekki hafist á reitunum. Spurt er hver staða þessa máls sé og hvers vegna framkvæmdir hafi ekki enn hafist. Jafnframt er spurt hversu langur tími þurfi að líða til þess að Hveragerðisbær afturkalli úthlutun lóða sem ekki eru hafnar framkvæmdir á.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason og Friðrik Sigurbjörnsson.
Meirihluti D-listans gerir ráð fyrir að fulltrúar S-listans viti að nýtt aðalskipulag á umræddu svæði tók ekki gildi fyrr en 21. desember 2017. Þar sem nýtt deiliskipulag byggði á forsendum aðalskipulags var útilokað að samþykkja það fyrr en aðalskipulagð hafði hlotið samþykki. Það skýrir hvers vegna framkvæmdir hófust ekki árið 2017 eins og spurt er um. Samkvæmt upplýsingum frá Suðursölum er verið að ganga frá samningum um upphaf verks og væntanlega munu því framkvæmdir hefjast á allra næstu vikum. Samkvæmt samningnum við Suðursali sem samþykktur var samhljóða þann 6. júlí 2017 verður lóðum þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar innan 5 ára skilað til bæjarins.

19.Fyrirspurn frá S-lista um samkeppni um útilistaverk.

1805010

Fulltrúar S-listans lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn.
Fyrirspurn um samkeppni um útlistaverk vegna 70 ára afmælis Hveragerðisbæjar árið 2016
Á hátíðarfundi bæjarstjórnar þann 9. júní 2016 var ákveðið að fram færi samkeppni um útilistaverk í tilefni af 70 ára afmæli sveitarfélagsins og stefnt væri að uppsetningu á listaverkinu sumarið 2017. Á sama fundi var jafnframt ákveðið að verja allt að 5 mkr. í verkefnið og var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2017. Enn hefur ekki farið fram samkeppni og ekkert útilistaverk verið sett upp. Spurt er hver staða þessa máls sé og hvers vegna ákvörðun bæjarstjórnar frá 2016 hafi ekki verið fylgt eftir. Jafnframt er óskað upplýsinga hvenær samkeppni verði auglýst og hvenær íbúar megi eiga von á því að útilistaverk verði sett upp.

Njörður Sigurðsson
Viktoría Sif Kristinsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjóri bókar eftirfarandi vegna fyrirspurnar Samfylkingarinnar:
Það er rétt að samkeppni um gerð útilistaverks í tilefni af 70 ára afmæli sveitarfélagsins hefur ekki farið fram og er það miður. Haft var samband við nokkra sérfræðinga á sviði myndlistar og ljóst er að ef á að fara í hefðbundna samkeppni á vegum félaga á sviði myndlistar þá duga 5 mkr ansi skammt. Sem dæmi má nefna þá er núna í gangi samkeppni um útilistaverk á vegum Reykjavíkurborgar þar sem verja á allt að 140 mkr til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Er sú samkeppni í samræmi við reglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Nýlega bauðst bæjarstjórn útilistaverk til kaups á 11,8 mkr þannig að svo virðist vera sem verð á listaverkum hjá viðurkennum listamönnum sé heldur hærra en það sem bæjarstjórn setti í verkið. Skal alveg viðurkennt að bæjarstjóri strandaði á þessum þáttum en hefði að sjálfsögðu átt að upplýsa bæjarstjórn um það. Því er beðist velvirðingar á þessum drætti og vandræðagangi bæjarstjóra í þessu máli. Ef að bæjarstjórn samþykkir að auglýst verði eftir listaverki í samræmi við bókun frá 6. júní 2016 án aðkomu Sambands íslenskra myndlistarmanna þá verður það gert nú þegar.

Aldís Hafsteinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir að fresta málinu fram yfir kosningar.

20.Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.

1805012

Á kjörskrá til sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 eru 1.956 manns.

Enginn tók til máls.
Kjörskrárstofninn samþykktur samhljóða. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar.

21.Bréf frá Helgu Björnsdóttur frá 1.maí 2018.

1805033

Í bréfinu óskar bréfritari eftir að aflétt verði skipulagskvöð sem er á eign hennar Breiðumörk 12-14, Blómaborg, um að einungis sé heimilt, ef byggingin verði endurnýjuð, að verslun eigi að vera á jarðhæð hússins. Farið er fram á að heimilt sé að þróa íbúðarhúsnæði á jarðhæð.

Eftirtaldir tóku til máls:
Erindinu vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 20:06.

Getum við bætt efni síðunnar?