Fara í efni

Bæjarstjórn

576. fundur 13. mars 2024 kl. 17:00 - 17:46 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson forseti bæjarstjórnar
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Sandra Sigurðardóttir
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði forseti fram eftirfarandi dagskrárbreytingartillögu:

Bæjarstjóri boðar fundi í samráði við forseta bæjarstjórnar samkvæmt 9. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar og 15. gr. sveitarstjórnarlaga. Fundarboði skal fylgja dagskrá fundarins og þau gögn sem eru nauðsynleg til að sveitarstjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála sem eru tilgreind. Mat á hvaða gögn teljast nauðsynleg er á hendi þess sem boðar fundinn. Í fræðiritinu Sveitarstjórnarréttur eftir Trausta Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, kemur fram að það mat sé þó ekki að öllu leyti frjálst enda leiði af ákvæðinu og meginreglum stjórnsýsluréttarins að gögn sem sveitarstjórnarfulltrúar fái í hendur verða að lágmarki að vera nægjanleg til að viðkomandi geti tekið upplýsta afstöðu til máls. Jafnframt er bent á að þessi ábyrgð hvíli jafnt á öllum bæjarfulltrúum, hvort sem þeir sitji í minnihluta eða meirihluta.

Bæjarfulltrúar minnihlutans í D-listanum í Hveragerði óskuðu eftir því að setja mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar undir heitinu "Stjórnsýsla Hveragerðisbæjar" en engin fundargögn fylgdu dagskrárliðnum. Í tölvupósti sem forseti bæjarstjórnar sendi bæjarfulltrúum D-listans í Hveragerði áður en fundarboð fór út föstudaginn 8. mars 2024 var bent á að hugtakið "stjórnsýslu" væri hægt að skilgreina þröngt og vítt. Með þröngri merkingu getur hugtakið "stjórnsýsla" átt við verkefni stjórnvalda, t.d. ráðuneyta, sveitarfélaga og stjórnsýslustofnana sem taka jafnframt stjórnvaldsákvarðanir skv. stjórnsýslulögum. Með víðri merkingu hugtaksins "stjórnsýsla" er átt við alla starfsemi framkvæmdavaldsins, í þessu tilfelli Hveragerðisbæjar, þ.m.t. hvernig sveitarfélagið sinnir sínum verkefnum, stefnumótun og þjónustu í heild sinni eða hjá einstaka stofnunum bæjarins. Þar sem engin gögn fylgdu fundarboðinu og heiti dagskrárliðarins var mjög opið óskaði forseti eftir nánari upplýsingum um hvað óskað væri eftir að ræða svo að allir bæjarfulltrúar gætu undirbúið sig fyrir þennan dagskrárlið og gætu svo tekið upplýsta afstöðu til málsins sbr. ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í svari sem barst samdægurs kom fram að D-listinn í Hveragerði óskaði eftir að "fá að ræða nokkur atriði sem snúa að framkvæmd stjórnsýslu bæjarins á undanförnum mánuðum og tengjast hagsmunum bæjarfélagsins með beinum hætti". Sama dag, og eftir að fundarboðið fór út, ítrekaði forseti bæjarstjórnar að fá nánari upplýsingar um þau mál í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar sem D-listinn í Hveragerði óskaði eftir að ræða svo að allir bæjarfulltrúar gætu undirbúið sig fyrir þennan dagskrárlið á fundinum og að þær upplýsingar yrðu sendar sem fyrst. Þeirri beiðni var ekki svarað.

Því er það mat forseta að dagskrárliður 5 "Stjórnsýsla Hveragerðisbæjar" þar sem óskað er að ræða "nokkur atriði sem snúa að framkvæmd stjórnsýslu bæjarins á undanförnum mánuðum og tengjast hagsmunum bæjarfélagsins með beinum hætti" sé ekki nægilega vel tilgreindur og ekki liggi fyrir hvað í stjórnsýslu bæjarins eigi að ræða, en stjórnsýsla Hveragerðisbæjar er samkvæmt eðli málsins mjög víðfem í víðri skilgreiningu á hugtakinu "stjórnsýsla". Vegna þessa hafa ekki allir bæjarfulltrúar getað kynnt sér það eða þau málefni í stjórnsýslunni sem D-listinn í Hveragerði vill ræða á fundinum og þar með er ekki jafnræði meðal bæjarfulltrúa við undirbúning málsins. Í þessu samhengi er vert að vísa í að gerðar voru athugasemdir við stjórnsýslu Hveragerðisbæjar í áliti innviðaráðuneytisins dags. 21. júlí 2023 þar sem fundið var að því að ekki hefðu legið fyrir nægileg gögn til að allir bæjarfulltrúar gætu tekið upplýsta afstöðu í máli sem lá fyrir í meirihlutatíð D-listans í Hveragerði. Beindi ráðuneytið því til Hveragerðisbæjar að huga að þessu atriðum til framtíðar. Í ljósi framangreinds er það tillaga forseta að taka dagskrárliðinn "Stjórnsýsla Hveragerðisbæjar" út af dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar þar sem dagskrármálið er ekki nægilega vel skilgreint né liggja nægileg gögn fyrir svo að allir bæjarfulltrúar hafi getað kynnt sér það eða þau mál sem minnihlutinn vildi ræða. Þess ber að geta að forseti gaf tækifæri og nægan tíma fyrir D-listann í Hveragerði til að skilgreina hvaða mál í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar óskað var eftir að ræða bæði áður og eftir að fundarboð fór út en við því var ekki brugðist. D-listinn í Hveragerði getur sett málið aftur á dagskrá á næsta bæjarstjórnarfundi ef þess er óskað og þá með því að tilgreina betur hvað í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar óskað er eftir að ræða.

Dagskrárbreytingartillagan lögð fram og samþykkt með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar minnihlutans á móti.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 7. mars 2024

2403002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 3, 4 og 5.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Alda Pálsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.



Liður 3 "Samningur um barnaverndarþjónustu á milli Hveragerðisbæjar og Ölfuss" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 4 "Minnisblað frá skrifstofustjóra - Yfirdráttur í Arion banka" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun á yfirdráttarheimild.

Liður 5 "Samstarfssamningur við Íþróttafélagið Hamar 2024-2026" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Þrátt fyrir viðvaranir bæjarfulltrúa D-listans var farið áfram með hugmyndir um viðbyggingu við leikskólann Óskaland í stað þess að fylgja fyrri áætlunum um nýjan leikskóla í Kambalandi. Farin var leiguleið og voru öll tilboð sem bárust talin of há og þess í stað farið í svonefndar samkeppnisviðræður við bjóðendur sem enduðu með því að gerður var samningur við Fasteignafélagið Eik sem muni láta lægstbjóðandann Hrafnshól ehf byggja viðbygginguna og að bærinn leigi hana til allt að 40 ára af Eik.
Talsvert hefur verið fjallað um þennan samning við Eik núna undanfarið á samfélagsmiðlum. Þann 29. febrúar s.l. var síðan birt frétt á heimasíðu bæjarins þar sem ýmsum atriðum af því sem fjallað hefur verið um er svarað.
Þar koma fram fullyrðingar um þessa umræddu samninga sem ekki standast skoðun.
Það er rétt sem þar kemur fram að leigan er 5.433,- krónur á fermetrann á mánuði en það er ekki rétt að það sé hagstæð leiga, hvet ég bæjarfulltrúa meirihlutans til að koma með dæmi um staði þar sem slík leiga eða jafnvel hærri tíðkast.
Fullyrðingar í umræddri frétt um heildar kostnaðinn við leigu plús kaupverð samkvæmt umræddum samningi við fasteignafélagið eru kolrangar. Hið rétta er eftirfarandi:
Væri viðbyggingin keypt eftir 7 ár samkvæmt samningnum væri núvirði hennar tæpar 870 milljónir króna eða 1.450 þúsund á fermeter en ekki kr. 1.116 þús. pr.m2 eins og haldið er fram í fréttinni. Sé leikskólinn leigður í 7 ár til viðbótar eða í 14 ár og svo keyptur er núvirt kaupverð hans ekki 740 milljónir eða kr. 1.223 þús. pr.m2. heldur er verðið þá tæpar 1.188 milljónir eða 1.980,- krónur á fm.
Sé leikskólinn keyptur að loknum 40 ára leigutíma, er núvirðið ekki kr. 867 milljónir eða kr. 1433 þús. pr.m2. heldur tæplega 2,1 milljarður eða um 3,5 milljónir á fermeter.
Þetta er mikið af tölum sem er kannski aðeins ruglandi en það hlýtur hver skynsöm manneskja að sjá að þetta er galin leið til að fara í þessa 600 fm viðbyggingu. Hvers vegna eru þessar rangfærslur settar fram og hversvegna er farin slík leið afarkosta við fjármögnun verkefnis? Einnig er rétt að halda því til haga að svo virðist sem samráð við meðeiganda Hveragerðisbæjar í leikskólanum Óskalandi vegna viðbyggingar við hann hafi ekki verið fyrir hendi fyrr en í fyrsta lagi eftir að samningurinn var undirritaður.
Þess má einnig geta að á sama tíma eru tvö sveitarfélög að láta byggja leikskóla á miklu lægra verði en hér er um að ræða. Rangárþing eystra er að taka í notkun nýjan leikskóla hjá sér. Um er að ræða 1700 fm byggingu með 8 leikskóladeildum fyrir samtals 160 börn. Byggingin kostaði, með lóð og umhverfisfrágangi, 1,2 milljarða króna eða um 705 þúsund á fm.
Einnig var Sveitarfélagið Ölfus að bjóða út nýjan fjögurra deilda leikskóla með sameiginlegum rýmum og starfsmannaaðstöðu sem duga fyrir 6 deildir þegar þar að kemur, samtals um 880 fm. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 595 milljónir, þ.e. kr. 676 þúsund á fm.
Væri tekið 15 ára lán fyrir þessum upphæðum væri núvirði þeirra, miðað við 4,05 % vexti sem er nálægt því eða sama og er núna hjá Lánasjóði sveitarfélaga, kr. 1,6 milljarðar í fyrra tilvikinu og 795 milljónir í því síðara. Fermetra verðið væri því 941 þúsund í 1700 fm leikskólanum og 903 þúsund í tilviki Ölfuss.
Á fyrsta bæjarráðsfundi eftir síðustu kosningar var lagt fram minnisblað frá Guðmundi Baldurssyni vegna uppbyggingar leikskóla í bæjarfélaginu. Þar eru færð fram skynsamleg rök fyrir því að fara þá þegar í nýbyggingu leikskóla í Kambalandi sem væri þá nú þegar að verða tilbúin.
Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

2.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. mars 2024

2403001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 4 og 5.



Enginn tók til máls.

Kl 17: 25 var gert fundarhlé vegna tæknimála.
Kl. 17:29 hélt fundur áfram.

Liður 4 "Lóðablað - Jarðhitaland 2" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir lóðarblaðið.

Liður 5 " Lóðarblað Hveramörk 13" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir lóðarblaðið.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

3.Skipan í nefndir og ráð

2403655

Friðrik Sigurbjörnsson kemur aftur inn í bæjarstjórn eftir árs leyfi.



Tillaga kom frá D-lista um eftirfarandi breytingar á nefndum:



Bæjarráð

Alda Pálsdóttir, aðalmaður.

Friðrik Sigurbjörnsson, varamaður.



Fasteignafélag Hveragerðis

Alda Pálsdóttir, aðalmaður.

Friðrik Sigurbjörnsson, varamaður.



Nefnd Eignasjóðs

Friðrik Sigurbjörnsson, aðalmaður.

Alda Pálsdóttir, varamaður.



Fulltrúar Hveragerðisbæjar á Ársfund SASS

Friðrik Sigurbjörnsson, aðalmaður og Alda Pálsdóttir, aðalmaður.

Eyþór H. Ólafsson, varamaður og Sigmar Karlsson, varamaður.



Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Bergrisans

Friðrik Sigurbjörnsson, aðalmaður og Alda Pálsdóttir, aðalmaður.

Eyþór H. Ólafsson, varamaður og Sigmar Karlsson, varamaður.



Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund HES

Friðrik Sigurbjörnsson, aðalmaður og Alda Pálsdóttir, aðalmaður.

Eyþór H. Ólafsson, varamaður og Sigmar Karlsson, varamaður.



Fulltrúar í Héraðsnefnd Árnesinga

Friðrik Sigurbjörnsson, aðalmaður

Alda Pálsdóttir, varamaður



Enginn tók til máls.

Tillagan samþykkt samhljóða.

4.Minnisblað - stytting opnunartíma sundlaugar vegna árshátíðar starfsfólks

2403658

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna styttingar opnunartíma sundlaugarinnar vegna árshátíðar starfsfólks.



Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að loka sundlauginni í Laugaskarði fyrr laugardaginn 16. mars vegna árshátíðar starfsfólks.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:46.

Getum við bætt efni síðunnar?