Fara í efni

Bæjarstjórn

571. fundur 14. desember 2023 kl. 17:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Njörður Sigurðsson forseti bæjarstjórnar
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Sigríður Hauksdóttir varamaður
  • Alda Pálsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Íris Bjargmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Íris Bjargmundsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Njörður Sigurðsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Forseti bauð Sigríði Hauksdóttur velkomna á sinn fyrsta fund.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 16. nóvember 2023

2311002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 6,10,11 og 12.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Geir Sveinsson.
Liður 6 "Bréf frá Ferðamálasamtökum Hveragerðis frá 8. nóvember 2023" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að veita Ferðamálasamtökum Hveragerðis styrk fyrir prentkostnaði og umbroti á borðkorti.

Liður 10 "Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir hækkun á gjaldskrá vegna akstursþjónustu eldri borgara. Bæjarstjórn samþykkir einnig að reglur og fyrirkomulag aksturs verði endurskoðað á árinu 2024.

Liður 11 "Samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum í Hveragerði um umhverfishreinsun" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samning við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um umhverfishreinsun veturinn 2023-2024.

Liður 12 "Samningur um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samning við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf veturinn 2023-2024.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 7. desember 2023

2311009F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 17,18,20 og 21.



Eftirtaldið tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Alda Pálsdóttir og Geir Sveinsson.



Klukkan 17:14 var gert fundarhlé.

Klukkan 17:18 hélt fundur áfram.
Liður 17 "Bréf frá Ferðamálasamtökum Hveragerðisbæjar frá 3. desember 2023" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að Hveragerðisbær gerist aftur aðili að Markaðsstofu Suðurlands og að kostnaðinum verði bætt við fjárhagsáætlun ársins 2024.

Liður 18 "Viðauki við samning um sérfræðiþjónustu KPMG" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir viðaukann. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Liður 20 "Umsókn í afrek- og styrktarsjóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir umsóknina í samræmi við reglur um sjóðinn.

Liður 21 "Minnisblað skrifstofustjóra vegna ráðningar endurskoðanda" afgreiddur sérstaklega.

Minnihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans lýsa efsemdum um að það samrýmist hæfisreglum að sami aðili, í þessu tilviki KPMG, sé bæði endurskoðandi reikninga bæjarfélagsins og aðal ráðgjafi að því er varðar rekstur og leiðsögn fyrir stjórnendur. Þetta eykur í besta falli hættu á hagsmunaárekstrum og er mögulega ekki samkvæmt lögum og reglum um ársreikninga sveitarfélaga. Við mælum því eindregið með því að þetta verði skoðað vel áður en samið er við nýjan endurskoðanda.

Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir ráðningasamning við KPMG endurskoðun. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 5. desember 2023.

2311008F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 3,4,5,7,9,10,11,12,13 og 14.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Alda Pálsdóttir og Geir Sveinsson.
Liður 3 "Breyting á deiliskipulagi við Laufskóga 32-40" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Laufskóga 32-40 vegna lóðar fyrir dælustöð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Laufskóga 32, 34, 36, 38 og 40, Klettahlíðar 3, 5, 7 og 11 auk Breiðamerkur 33.

Liður 4 "Fagrihvammur - nýbygging, grenndarkynning" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi á lóð Fagrahvamms 1 (landnr. 171554) með breyttri aðkomu að Fagrahvammi 1 og 3 (landnr. 171617 og 171620) verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Reykjamerkur 22 og Fagrahvamms 3 (landnr. 232285). Bæjarstjórn bendir á að tryggja þarf aðkomu að lóðum Fagrahvamms og Gulrótarhvamms með þinglýstri kvöð á lóð nýbyggingar Fagrahvamms.

Liður 5 "Heiðarbrún 43 bílskúr - grenndarkynning" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Heiðarbrúnar 29, 31, 33, 41, 43b, 59, 61 og 63.

Liður 7 "Áskorun skipulagsfulltrúa í Hveragerði, Ölfusi og Árborg um almenningssamgöngur" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn styður það sem kemur fram i áskorun skipulagsfulltrúa Hveragerðis, Ölfus og Árborgar þar sem stjórnvöld, sveitarstjórnir og viðeigandi stofnanir sem að málum koma eru hvött áfram til góðra verka í þágu almenningssamgangna, auk samráðs við sveitarfélög á Suðurlandi.

Liður 9 "Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 81 Vorsabær land 176128" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Suðurlandsveg H-S 81 Vorsabær, landnr. 176128.

Liður 10 "Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 79 Reykir land 176136" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Suðurlandsveg H-S 79 Reykir land, landnr. 176136.

Liður 11 "Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 70 Öxnalækjarland 173272" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Suðurlandsveg H-S 70 Öxnalækjarland, landnr. 173272.

Liður 12 "Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 65 Vorsabær 171626" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Suðurlandsveg H-S 65 Vorsabær, landnr. 171626.

Liður 13 "Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 69 Öxnalækjarland 171614" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Suðurlandsveg H-S 69 Öxnalækjarland, landnr. 171614.

Liður 14 "Lóðablað Suðurlandsvegur H-S 78 Reykir land 176136" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir lóðarblað fyrir Suðurlandsveg H-S 78 Reykir land, landnr. 176136.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar frá 20. nóvember 2023

2311005F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Alda Pálsdóttir.
Liður 1 "Erindisbréf Menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar" afgreiddur sérstaklega. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir erindisbréf nefndarinnar. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 21. nóvember 2023

2311003F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 2.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 2 "Kynning á stuðningsþjónustureglum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir uppfærðar reglur um stuðningsþjónustu.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


6.Bréf vegna góðgerðadags í Grunnskólanum í Hveragerði

2312087

Lagt fram bréf frá Grunnskólanum í Hveragerði vegna góðgerðardagsins 2023. Þetta árið var tekin ákvörðun um að styrkja Ljónshjarta sem eru samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum þeirra. Óskað er eftir stuðningi Hveragerðisbæjar við verkefnið.



Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að styrkja góðgerðardag Grunnskólans í Hveragerði um kr. 100.000-

7.Samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands síðari umræða

2311100

Lagðar fram til síðari umræðu samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands.



Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samþykktir Sorpstöðvar Suðurlands samhljóða.

8.Gjaldskrár Hveragerðisbæjar 2024

2312117

Lögð er fram tillaga um að útsvarsprósenta fyrir árið 2024 verði 14,74%

Lagðar fram gjaldskrár fyrir fasteignaskatt, aukavatngjald, sorphirðu, dýraleyfisgjöld, leikskólagjöld, frístundagjöld, mötuneyti grunnskóla, matarbakka, sundlaugagjöld og bókasafnsgjöld fyrir árið 2024.

Gert er ráð fyrir hækkun á gjaldskrám um 2,5%.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Alda Pálsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Geir Sveinsson.



Klukkan 17:47 var gert fundarhlé.

Klukkan 17:55 hélt fundur áfram.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Milli umræðna hafa fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar í samstarfi við starfsfólk bæjarins lagt mikla vinnu í að finna leiðir til að lækka álögur á íbúa. Líkt og á líðandi ári leggur meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði áherslu á velferð fjölskyldunnar. Með það markmið fyrir sjónum sem og að sína samfélagslega ábyrgð var lagt kapp á að fara varlega í gjaldskrárhækkanir. Horfið frá því að gjaldskrárhækkanir nemi 8% vísitöluhækkun og hækki einungis um 2.5%.

Njörður Sigurðsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Halldór B. Hreinsson
Sigríður Hauksdóttir

Gjaldskrárnar samþykktar samhljóða.

9.Tillaga um að hætt verði við að taka á leigu atvinnuhúsnæði fyrir íþróttir í Hveragerðisbæ

2312110

Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis, Framsóknar og D-listans í Hveragerði um að hætt verði við að taka á leigu atvinnuhúsnæði fyrir íþróttir í Hveragerðisbæ sbr. ákvörðun sem tekin var á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Geir Sveinsson



Klukkan 17:59 var gert fundarhlé.

Klukkan 18:02 hélt fundur áfram.

Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis, Framsóknar og D-listans í Hveragerði leggja til að hætt verði við að leigja atvinnuhúsnæði fyrir íþróttir í Hveragerði sbr. ákvörðun sem tekin var á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023.

Greinargerð
Á fundi bæjarráðs Hveragerðis þann 10. ágúst 2023 var samþykkt tillaga meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar um að leigja atvinnuhúsnæði í Hveragerði til bráðabirgða fyrir inniíþróttir. Markmiðið var að bæta strax aðstöðu til inniíþrótta eftir fall Hamarshallarinnar og þar til varanleg lausn yrði komin upp. Samhliða skoðun á atvinnuhúsnæði undir inniíþróttir hefur farið fram skoðun á viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 1. nóvember síðastliðinn. Sú athugun hefur leitt til þess að allir bæjarfulltrúar eru sammála um að hagkvæmara til lengri tíma sé að fara í að reisa viðbyggingu við núverandi íþróttahús og hætta við leigu á atvinnuhúsnæði til bráðabirgða fyrir inniíþróttir.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Sigríður Hauksdóttir
Njörður Sigurðsson
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson

10.Tillaga um viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk

2312113

Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis, Framsóknar og D-listans í Hveragerði um að ráðist verði í hönnun og byggingu viðbyggingar við núverandi íþróttahús við Skólamörk.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Halldór B. Hreinsson.
Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis, Framsóknar og D-listans í Hveragerði leggja til að ráðist verði í hönnun og byggingu viðbyggingar við núverandi íþróttahús við Skólamörk. Viðbyggingin verði hönnuð í samvinnu við íþróttafélagið Hamar en almennt miðað við að hún nýtist sem flestum íþróttagreinum. Framkvæmdir hefjist á næsta ári og markmiðið að húsið geti verið komið í notkun á árinu 2025.

Greinargerð
Á bæjarstjórnarfundi 1. nóvember 2023 var ákveðið að skoða möguleika á stækkun á íþróttahúsinu við Skólamörk. Sú athugun hefur leitt til þess að allir bæjarfulltrúar eru sammála um að leggja til að farið verði í framkvæmdir við stækkun íþróttahússins við Skólamörk með það að markmiði að framkvæmdir hefjist á árinu 2024 og að húsið verði komið í notkun árið 2025. Skoðun hefur leitt í ljós að hægt er að koma upp nýjum íþróttasal í fyrsta áfanga fyrir um 605 m.kr. auk kostnaðar við hönnun og á síðari stigum mun hann nýtast til keppni og vera með áhorfendaaðstöðu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Sigríður Hauksdóttir
Njörður Sigurðsson
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson

11.Tillaga um athugun á samstarfi við Íþróttafélagið Hamar um framkvæmd og uppbyggingu gervigrasvallar

2312114

Lögð fram tillaga bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis, Framsóknar og D-listans í Hveragerði um að kannað verði með samstarf við Íþróttafélagið Hamar um framkvæmd, uppbyggingu og rekstur gervigrasvallar sbr. samþykkt í bæjarráði 10. ágúst 2023.



Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Alda Pálsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Halldór B. Hreinsson.
Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis, Framsóknar og D-listans í Hveragerði leggja til að kannað verði með samstarf við Íþróttafélagið Hamar um framkvæmd, uppbyggingu og rekstur gervigrasvallar sbr. samþykkt í bæjarráði 10. ágúst 2023.

Greinargerð
Á fundi bæjarráðs Hveragerðis þann 10. ágúst 2023 var samþykkt tillaga meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar um að ráðast í gerð gervigrasvallar. Bæjarstjórn hefur áhuga á að kanna með samstarf við Íþróttafélagið Hamar um framkvæmd og uppbyggingu gervigrasvallar og í framhaldinu rekstur félagsins á mannvirkinu.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Sigríður Hauksdóttir
Njörður Sigurðsson
Halldór Benjamín Hreinsson
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson

12.Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2024-2027, síðari umræða

2311342

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2024-2027.



Eftirtaldið tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Halldór B. Hreinsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

Eftirfarandi eru svör skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar vegna fyrirspurnar D-lista við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar fyrir árin 2024-2027:

Götur og göngustígar - Stendur ekki til að fjárfesta neitt í þeim árið 2027?
Svar: Komið inn núna 300 millj. Var áður undir Eignasjóður.

Hamarshöllin - Gert er ráð fyrir 200 milljónum í hana árið 2026. Hvað felst í þeirri fjárfestingu?
Svar: Þetta átti að vera íþróttamannvirki.

Klæðning á heimili fyrir fatlaða -Gert er ráð fyrir 50 milljónum árið 2024. Á fjárfestingaráætlun ársins 2023 var gert ráð fyrir 22 milljónum í þessa sömu framkvæmd sem ekkert varð úr. Í hverju felst hækkunin?
Svar: Áður var áætlað 22 millj árið 2023 og 20 millj árið 2024. Eftir samtal við arkitekt verður valin aðeins dýrari klæðning og allt verkið fært yfir á 2024.

Íþróttamannvirki - Gert er ráð fyrir 800 milljónum árin 2024 og 2025. Hvað felst í þeirri fjárfestingu?
Svar: Alls er gert ráð fyrir 1.100 millj árin 2024 til 2027. Þarna er verið að áætla fyrir upphituðum gervigrasvelli og viðbyggingu á íþróttahúsi og önnur smærri íþróttatengd verkefni.

Fram koma tveir liðir sem eru efnislega sambærilegir, Annars vegar er það ,,Eignasjóður - Bíll fyrir fatlað fólk - Vélar, áhöld? 6 milljónir árið 2025 og hins vegar ,,02 - Félagsþjónusta - Bíll fyrir fatlaða - Véla? 10 milljónir árið 2024. Hvað felst í þessum fjárfestingum?
Svar: Þetta er nú allt komið undir Bíll fyrir fatlað fólk. Áætlað er að kaupa nýja hjólastólabíl á árinu 2023 og svo lítinn bíl árið 2024 sem getur tekið aðeins við af því sem leigubílar eru að gera núna.

Liðirnir ,,Gatnagerðartekjur?, ,,Gatnagerðrartekjur?, ,,Eignasjóður - Gatnagerð - Veitukerfi, hafnar? og ,,10 - Umferðar- og samgöngumál - Gatnager? virðist allir innihalda einhverskonar gatnagerð eða gatangerðartekjur. Óskað er eftir skýringum á því hvað felst í þessum liðum.
Svar: Allt komið saman í sömu línur núna. Áætlað er að það fáist tekjur fyrir allri gatnagerð þessi árin og auk þess tekjur upp í aðra innviði árið 2024 upp á kr. 409 millj, 2025, 2026 og 2027 200 millj á ári.

Hvers vegna eru tveir liðir um 4. áfanga grunnskólans?
Svar: Mistök hjá skrifstofustjóra.

Varðandi liðinn ,,Endurnýjun skóli?, hvað felst í þeirri fjárfestingu?
Svar: Klæðing, gluggar og loftræstikerfi.

Gert er ráð fyrir 100 milljónum árið 2027 í íþróttamál. Hvað felst í þeirri fjárfestingu?
Svar: Er komið með íþróttamannvirkjum.

Hvers vegna eru þrjár línur á fjárfestingaáætlun um kaup á félagslegu húsnæði?
Svar: Allt komið í sömu línu núna.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Um leið og við lýsum yfir áhyggjum okkar af því að það kunni að vera mikil bjartsýni fólgin í því hjá meirihluta O-listans og Framsóknar að ætla að skila bæjarsjóði með yfir 180 milljóna afgangi á árinu 2024 lýsum við yfir ánægju með þann metnað sem í því felst og vonum að það gangi eftir.

Bæjarfulltrúar D-listans lýsa yfir ánægju með að í fjárhagsáætlun 2024 eigi að ljúka við stækkun grunnskólans auk þess að fjölga eigi leikskólarýmum. Við hefðum þó kosið að fjölgun leikskólarýmanna hefði orðið fyrr og þá með byggingu nýs leikskóla í Kambalandi en ekki með því að troða þremur viðbótar deildum á núverandi lóð Óskalands.

Þá lýsum við ánægju okkar með að nú þegar kjörtímabilið er hér um bil hálfnað hefur verið tekin farsæl ákvörðun um að reisa viðbyggingu við íþróttahúsið við Skólamörk. Um leið viljum við minna á að sú viðbygging leysir engan veginn þann aðstöðuvanda sem skapast hefur vegna framkvæmdaleysis núverandi meirihluta, hvorki til skemmri né lengri tíma.

Fyrirsjáanlegt er að mikil vandræði munu verða vegna aðstöðuleysis þar til ný viðbygging verður tilbúin og að knattspyrnan mun áfram búa við skort á inniaðstöðu á gervigrasvelli sambærilegri við þá sem var í loftborna íþróttahúsinu. Ljóst er að gervigrasvöllur utan húss mun ekki leysa þann vanda.

Þá lýsa bæjarfulltrúar ánægju sinni yfir að ráðast eigi í nauðsynlegar úrbætur á fráveitumannvirkjum bæjarins.

Það vekur furðu okkar að ráðgjafar bæjarins í ýmiskonar þáttum sem tengjast stjórnsýslu bæjarins skuli einnig vera ráðnir sem endurskoðendur bæjarins.

Alda Pálsdóttir
Eyþór H. Ólafsson

Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árin 2024-2027 var samþykkt samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?