Fara í efni

Bæjarstjórn

550. fundur 08. september 2022 kl. 17:00 - 18:28 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
 • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
 • Sandra Sigurðardóttir
 • Njörður Sigurðsson
 • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
 • Halldór Benjamín Hreinsson
 • Friðrik Sigurbjörnsson
 • Sigmar Karlsson varamaður
  Aðalmaður: Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
 • Geir Sveinsson bæjarstjóri
 • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Forseti bauð Geir Sveinsson bæjarstjóra velkominn á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 2. september 2022

2208003F

Liðir afgreiddir sérstaklega 5, 6, 7, 8, 11 og 12.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Geir Sveinsson.

Liður 5 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Ráðgjafar alútboðs, vegna Hamarshallar" afgreiddur sérstaklega.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Fulltrúar D-listans leggja til að aftur verði teknar upp viðræður við forsvarsmenn Duol og að gengið verði frá pöntun á nýjum dúk fyrir loftborið íþróttahús með það að markmiði að nýtt íþróttahús verði komið upp strax í vor.

Greinagerð

Með því að fara þessa leið sem umrædd tillaga snýst um væri hægt að koma á eðlilegu íþróttastarfi hjá deildum Hamars strax í vor, enda er allt til staðar til þess að koma aftur upp loftbornu íþróttahúsi. Gríðarlega erfið staða er nú upp hjá íþróttafélaginu Hamri, iðkendafjöldinn hefur farið niður, deildir fá ekki jafn marga æfingatíma og þjálfarar og stjórnarmeðlimir deilda hafa verið að segja af sér og hætta. Ef farið væri þessa leið að reisa aftur loftborið íþróttahús þá væri hægt á næstu árum að skoða aðrar lausnir fyrir annað og nýtt íþróttamannvirki og hvernig hægt væri að fjármagna slíka byggingu. Þá væri líka mögulega hægt finna aðra staðsetningu fyrir það íþróttamannvirki, t.d. á framtíðar uppbygginga svæði Hveragerðisbæjar, Sólborgarsvæðinu. Það liggur fyrir að á því svæði verður töluverður íbúafjöldi og nauðsynlegt fyrir bæinn að byggja upp innviði á því svæði meðal annars í formi íþróttamannvirkja. Eins og áður hefur verið bent á bæta tryggingarnar að miklu leyti það tjón sem hlaust af við fall Hamarshallarinnar og því gæti kostnaður Hveragerðisbæjar við að endurreisa aftur loftborið íþróttahús verið innan við 100 milljónir króna.

Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson

Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar D-listans með.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Fulltrúar D-listans sátu hjá.

Liður 6 "Minnisblað frá bæjarstjóra - Húsnæðismál Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Þjónustusamningur um vatnsveitu við Sameignarfélag Ölfusborga" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir samninginn.

Liður 8 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Tillaga frá fulltrúa D-lista - Gatnagerð Friðarstaðir og við Varmá" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Tillaga frá fulltrúa D lista - Umhverfishönnun undir Hamrinum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð fræðslunefndar frá 25. ágúst 2022

2208002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 2 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson og Njörður Sigurðsson.
Liður 2 "Minnisblað frá leikskólastjórum um breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum og ósk um sumarlokun 2023" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á reglum um innritun og gjöld í leikskólum verði gerðar þannig að barn sem á systkini í umsóknarleikskóla njóti systkinaforgangs í viðkomandi leikskóla svo framalega sem þeim börnum sem eru framar á biðlista bjóðist rými í öðrum leikskóla bæjarins.
Bæjarstjórn samþykkir að sumarlokun leikskólanna verði sumarið 2023 frá 6. júlí til 10. ágúst.
Fulltrúar D-listans tóku undir bókun fulltrúa þeirra í fræðslunefnd vegna sumarlokunar leikskólanna.

Liður 8 "Innleiðing á skólastefnu, innra mat í grunnskóla, leikskólum og Bungubrekku" afgreiddur sérstaklega.

Sigmar Karlsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.

Bæjarstjórn samþykkir að stofnaður verður starfshópur með 1-2 aðilum úr hverju starfsteymi sem vinnur að innra mati í hverri stofnun ásamt einum aðila úr fræðslunefnd.
Starfshópurinn myndi ákveða hvaða þætti skólastefnunnar eigi að taka sérstaklega fyrir og hvaða sameiginlega þráð eigi að styrkja á milli allra eininga og með hvaða hætti. Þessi hópur gerir tillögu til fræðslunefndar um hvaða sérfræðiþjónustu þurfi til að aðstoða við innleiðingarferlið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð umhverfisnefndar frá 29. ágúst 2022

2208004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 4 og 5.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Halldór Benjamín Hreinsson.
Liður 1 "Minnisblað um sorpmál" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu umhverfisnefndar og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar.

Liður 2 "Umhverfis og loftslagsstefna" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra að ræða við Elísabetu Björneyju Lárusdóttur umhverfis- og auðlindarfræðing og sérfræðing hjá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga um ráðgjöf.

Liður 4 "Uppsetning á ábendingarvef fyrir íbúa" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu umhverfisnefndar og skerpa á verklagi í viðtöku ábendinga og úrvinnslu þeirra.

Liður 5 "Hundagerði" afgreiddur sérstaklega.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu.

Í ljósi þess að Umhverfisnefnd vísaði til baka tillögu meirihluta bæjarstjórnar varðandi uppbyggingu hundasvæðis undir Hamrinum, þar sem ekkert skipulag liggur fyrir á svæðinu og bæjarfulltrúar D-listans bentu á á síðasta bæjarstjórnarfundi, þá leggja fulltrúar D-listans aftur til eftirfarandi tillögu:

Fullltrúar D listans telja mjög mikilvægt að huga að uppbyggingu hundasvæða í Hveragerði þar sem áhersla er lögð á svæði bæði fyrir stóra og litla hunda. Við fögnum því að bæjarstjórn sé að huga að þessum málum en bendum á að samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir tveimur hundasvæðum fyrir stóra og litla hunda á Vorsabæjarsvæðinu. Fulltrúar D-listans leggja til að farið verði í uppbyggingu á hundasvæði til framtíðar á Vorsabæjarsvæðinu.

Friðrik Sigurbjörnsson
Sigmar Karlsson

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu liðarins til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 6. september 2022

2209001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2 og 3.

Enginn tók til máls.
Liður 1 "Laufskógar 31 - umsókn um nýja aðkomu á lóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að eigandi geri nýja einbreiða innkeyrslu við lóðamörk í suð-austri á eigin kostnað, í beinu framhaldi af innkeyrslu nágrannans að Laufskógum 29, til þess að sinna viðhaldi á húsi og lóð í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2022. Framkvæmdin skal gerð í fullu samráði við umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar.

Liður 2 "Reykjamörk 1 - notkunarbreyting" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir notkunarbreytingu rýmis 0101 úr skrifstofurými í íbúð að uppfylltum skilyrðum og ábendingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2022.

Liður 3 "Grenndarstöð við Heiðarbrún - grenndarkynning" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna framkvæmdaleyfi fyrir grenndarstöð við Heiðarbrún, í samræmi við 1.mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nær til Heiðarbrúnar 1, 2, 3, 5, 7, og 20
auk Lækjarbrúnar 17-33.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Breyting á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar

2209008

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar þar sem við 47. gr. “Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að“ B. lið bætist eftirfarandi liður: Atvinnumálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með málefni er snúa að atvinnumálum í bænum. Nefndin starfar skv. erindisbréfi sem henni er sett.

Eftirtaldir tóku til máls: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sigmar Karlsson, Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Fulltrúar D-listans leggja til að stofnun Atvinnumálanefndar verði frestað þar til niðurstöður úr stjórnsýsluúttekt Hveragerðisbæjar liggur fyrir.

Greinagerð
Það liggur fyrir að kostnaður við nefnd sem þessa er töluverður og það er meðal annars þess vegna sem við teljum að betra væri að endurskoða nefndarstarf Hveragerðisbæjar í heild sinni í kjölfar úttektarinnar. Atvinnuuppbygging í Hveragerði hefur verið mikil á undanförnum árum og hafa bæjaryfirvöld staðið sig vel á því sviði án aðkomu atvinnumálanefndar, en atvinnumálanefnd var lögð niður á sínum tíma til að spara fjármuni og til þess að auka skilvirkni í málaflokknum með því að afgreiða málefni tengd atvinnumálum beint í gegn um bæjarráð enda fundar bæjarráð tvisvar sinnum í mánuði en hefðbundnar nefndir Hveragerðisbæjar sex sinnum á ári.

Tillagan borin upp og felld með 5 atkvæðum meirihlutans, fulltrúar D-listans með.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir að vísa breytingunum til síðari umræðu fulltrúar, D-listans sátu hjá.

6.Tillaga frá meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar um greiðslur til foreldra sem ekki geta nýtt sér leikskóla eða dagforeldra

2209009

Tillaga frá meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar um greiðslur til foreldra sem ekki geta nýtt sér leikskóla eða dagforeldra.
Foreldragreiðslur verði í boði frá 1. október 2022.
Upphæð foreldragreiðslna verði kr. 110.000 á mánuði fyrir hvert barn.
Foreldragreiðslur verði fyrir foreldra barna frá 12 mánaða aldri sem ekki eru í leikskóla eða hjá dagforeldri en eru búnir að leggja inn umsókn um leikskóladvöl.
Greiðslur falla niður þegar barn fær vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldri.
Foreldragreiðslur verði eftirágreiddar, fyrir 10. dag hvers mánaðar. Umsókn skal berast fyrir 25. dag þess mánaðar sem foreldragreiðslur hefjast. Greiðslur hefjast næsta mánuð eftir að barn verður árs gamalt.
Foreldragreiðslur eru bundnar því að barn og annað foreldri séu með lögheimili í Hveragerði. Við flutning á lögheimili úr sveitarfélaginu falla foreldragreiðslur niður frá og með sama degi.

Greinargerð:
Í málefnasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar er lögð rík áhersla á að öll börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur í samræmi við núgildandi markmið Hveragerðisbæjar þar um. Gangi það einhverja hluta ekki eftir verði greiddur foreldrastyrkur með börnum sem komast ekki inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, fram að úthlutun leikskólapláss.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Sandra Sigurðardóttir
Njörður Sigurðsson
Halldór Benjamín Hreinsson
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Sigmar Karlsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.

7.Minnisblað frá skrifstofustjóra - viðauki vegna byggðasamlaga og samstarfsverkefna

2209006

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra frá 6. september 2022 vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna byggðasamlaga og samstarfsverkefna.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa viðaukanum til bæjarráðs til fullnaðar afgreiðslu.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:28.

Getum við bætt efni síðunnar?