Fara í efni

Bæjarstjórn

546. fundur 12. maí 2022 kl. 17:00 - 17:33 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Friðrik Sigurbjörnsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Í upphafi fundar lagði forseti fram dagskrárbreytingartillögu um að við dagskrá bætist liður 7 skipan í nefndir og ráð.
Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 5. maí 2022.

2205001F

Liðir afgreiddir sérstaklega 7, 8 og 9.

Eftirtaldir tóku máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Njörður Sigurðsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 7 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 28. apríl 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Bréf frá Tónræktinni frá 4. maí 2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 9 "Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 3. maí 2022.

2204006F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð fræðslunefndar frá 2. maí 2022.

2204008F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð umhverfisnefndar frá 9. maí 2022.

2205002F

Eftirtaldir tóku máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Sigrún Árnadóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða um leið og umsjónarmanni heimasíðu er falið að hvetja íbúa til að senda hugmyndir um staðsetningu grenndarstöðva í íbúagátt.

5.Bréf frá Baldri Sigurðssyni frá 8. maí 2022.

2205034

Sigrún Árnadóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.

Í bréfinu ítrekar bréfritari eftir upplýsinum um hve oft og hvaða fyrirtæki hafa verið beitt dagsettum í framkvæmdum fyrir bæjarfélagið með vísan til skilafrests.

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Njörður Sigurðsson.
Meirihluti bæjarstjórnar hefur þegar falið starfsmönnum bæjarins í samvinnu við verkeftirlitsmenn að svara umræddu erindi. Vegna sumarfría og páskafrís hefur ekki reynst unnt að vinna úr þeim gögnum sem um er að ræða en það verður vonandi gert mjög fljótlega. Meirihlutinn lítur á innlegg bréfritara sem ágætis innlegg í þá vinnu.

6.Fyrirspurn frá Okkar Hveragerði um álagningu og innheimtu tafabóta -dagsekta á verktaka.

2205032

Sigrún Árnadóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðsarins stóð.

Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn. Óskað er upplýsinga um álagningu og innheimtu tafabóta/dagsekta á verktaka vegna framkvæmda á vegum Hveragerðisbæjar síðastliðin fjögur ár. Nánar tiltekið er óskað upplýsinga í hvaða tilvikum tafabætur/dagsektir hafa verið lagðar á og hvernig samræmi hefur verið í álagningu á verktaka sem hafa farið yfir skilafrest.

Greinargerð
Þann 25. mars sl. barst bæjarstjóra fyrirspurn frá íbúa um málið og með tölvupósti frá 11. apríl var fyrirspurnin lögð fram í bæjarráði. Fyrirspurnin hefur svo verið ítrekuð í tölvupóstum til bæjarstjórnar 30. apríl og 8. maí. Enn hefur ekki svar borist við fyrirspurninni þrátt fyrir að sjö vikur séu síðan fyrirspurnin barst bæjarstjóra fyrst. Þess má geta að í tölvupósti frá fyrirspyrjanda sem barst öllum bæjarfulltrúum þann 8. maí sl. eru vísbendingar um að Hveragerðisbær hafi ekki viðhaft jafnræði um álagningu tafabóta/dagsekta á verktaka hjá Hveragerðisbæ og því mikilvægt að upplýsingar liggi fyrir um hvernig stjórnsýsla bæjarins hafi verið í þessum málum.
Njörður Sigurðsson
Sigrún Árnadóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar vísar í bókun sína undir lið 5 og vonast til þess að hægt verði að svara umræddri fyrirspurn innan skamms.

7.Skipan í nefndir og ráð.

2205040

Kristinn Ólafsson óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í kjörstjórn.
Samþykkt að Oddur Benediktsson verði varamaður í stað Kristins Ólafssonar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:33.

Getum við bætt efni síðunnar?