Fara í efni

Bæjarstjórn

535. fundur 10. júní 2021 kl. 17:00 - 18:22 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
  • Hlynur Kárason
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
Bauð hann Hlyn Kárason velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 20. maí 2021.

2105003F

Liður afgreiddur sérstaklega 5.

Enginn tók til máls.
Liður 5 "Bréf frá Valdimari Bjarnasyni frá 17. maí 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 3. júní 2021.

2105004F

Liðir afgreiddir sérstaklega 9 og 10.

Eftirtaldir tóktu til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 9 "Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Lóðaumsóknir Kambalandi júní 2021" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir úthlutanirnar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 1. júní 2021.

2105006F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 4, 5 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 1 "Athafnasvæði AT3, breyting á aðalskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Friðrik Sigurbjörnsson vék af fundi meðan á afgreiðslu lisins stóð.
Bæjarstjórn samþykkir að Landformi ehf verði falið að endurskoða aðalskipulag AT3 reitsins með hliðsjón af markmiðum bæjarstjórnar.

Liður 2 "Grænamörk 10, breyting á deiliskipulagi NLFÍ svæðis, íbúðabyggð á reit ÍB14, götuheiti" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að umrædd gata fái heitið Lindarbrún.

Liður 3 "Deiliskipulag við Réttarheiði, breytingartillaga" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að breytingin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 4 "Kambaland, breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fela Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar breytingu á deiliskipulagi Kambalands í samræmi við samþykkt bæjarráðs og tillögu bæjarstjóra. Við deiliskipulagsgerðina verði einnig horft til þess að heimila 2ja hæða hús í jaðri byggðar og annars staðar þar sem aðstæður leyfa.

Liður 5 "Breiðamörk 23, fjölgun bílastæða úr 5 í 6" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að íbúðir að Breiðumörk 23 hafi 6 stæði til afnota á svæðinu. Þau verði þó ekki merkt til einkaafnota. Jafnframt felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að kanna hvort frekari fjölgun bílastæða á svæðinu sé möguleg.

Liður 7 "Umferðaröryggi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að Verkís ehf verði falið að endurskoða þau atriði í umferðaröryggisskýrslunni sem varða hámarkshraða, aðgerðir til hraðalækkunar og staðsetningu og gerð 30km hliða og gönguþverana.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Menningar-íþrótta og frístundanefndar frá 7. júní 2021.

2106001F

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð Fræðslunefndar frá 8. júní 2021.

2105005F

Liðir afgreiddir sérstaklega 7 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 7 "Starfsáætlun Grunnskólans í Hveragerði skólaárið 2021-2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir starfsáætlunina.

Liður 8 "Skóladagatöl leikskólanna skólaárið 2021-2022" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir starfsárið 2021-2022 með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

6.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 11. maí 2021.

2106735

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóma.

7.Fundargerð Skólaþjónustu - og velferðarnefndar Árnesþings frá 18. maí 2021.

2106739

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 26. maí 2021.

2106740

Liðir afgreiddir sérstaklega 3 og 5.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Sigrún Árnadóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 3 "Tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings um félagslegt leiguhúsnæði ásamt greinagerð" afgreidd sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir reglurnar um félagslegt húsnæði og að þær taki gildi frá og með 1. september n.k..


Liður 5 "Tillaga að reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur ásamt greinagerð" afgreidd sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir reglur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur og að þær taki gildi frá og með 1. september n.k..

Í fundargerðinni kemur fram að forstöðumaður mun senn láta af störfum. Bæjarstjórn vill nota þetta tækifæri og þakka Ragnheiði Hergeirsdóttir, forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings fyrir góð störf og einstakt samstarf um leið og henni er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundargerðin að öðru leiti samþykkt samhljóða.

9.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 18. maí 2021.

2106749

Liður afgreiddur sérstaklega 12.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 12 "Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga, tilboð í húsnæði" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að tilboði Akurhóla ehf upp á 389 m.kr.verði tekið og samþykkir jafnframt þá kostnaðarþátttöku sem í því verkefni felst og kynnt hefur verið fyrir héraðsnefndarmönnum og nú bæjarfulltrúum. Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðsla og ráðgjöf vegna endurskoðunar skólastefnu Hveragerðisbæjar - tilboð.

2106732

Tilboð frá AIS ehf um fræðslu og ráðgjöf vegna endurskoðunar á skólastefnu sveitarfélagsins.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigrún Árnadóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við AIS ehf um endurskoðun skólastefnu Hveragerðisbæjar á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Endurskoðunin felst m.a. í greiningu á núverandi stöðu, hugmyndavinnu og forgangsröðun viðfangsefna, mótun aðgerðaáætlunar og fræðslu um innleiðingu stefnunnar. Stefnt skal að því að endurskoðun stefnunnar ljúki fyrir árslok 2021.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að eftirtaldir aðilar skipi stýrihóp varðandi vinnu við endurskoðunina. Formaður fræðslunefndar, Alda Pálsdóttir, verði formaður stýrihópsins. Auk hennar verði í hópnum Ninna Sif Svavarsdóttir, fulltrúi D-listans, Gunnar Biering, fulltrúi Okkar Hveragerðis, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, fulltrúi Ölfusinga og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri. Hópurinn mun kalla aðra aðila að verkefninu eftir því sem þurfa þykir í ferlinu.

11.Minnisblað frá bæjarstjóra - kaup á Öxnalækjarlandi.

2106776

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna kaupa á Öxnalækjarlandi.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarstjórn samþykkir að fela lögmönnum bæjarins að ganga frá samningum um kaup á landi kennt við Öxnalæk alls 96,6 ha auk um það bil 12% eignarhlutar í félagi sem á landspildu neðan við þjóðveg alls 13,3 ha.. Því landi fylgja m.a. jarðhitaréttindi og dæluhús. Náðst hefur lending um kaupverð, 84 m.kr., fyrir umrætt land, hlutinn í félaginu og þeim réttindum sem honum fylgja.
Bæjarstjórn telur að með kaupum á þessu svæði muni Hvergerðisbær einfalda allt utanumhald skipulagsmála en flókið eignarhald á reitum innan bæjarmarka hefur torveldað mjög skipulagningu á þessum hluta bæjarfélagsins. Augljóst er að til framtíðar eru í landinu falin mikil verðmæti fyrir Hveragerðisbæ, bæði hvað varðar uppbyggingu og útivist eins og farið er yfir í minnisblaði bæjarstjóra.

Bæjarstjórn samþykkir einnig að skrifstofustjóra verði falið að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun þar sem fjármögnun verður kynnt og felur jafnframt bæjarráði, í sumarfríi bæjarstjórnar, fullnaðarafgreiðslu málsins í samræmi við framangreint.

12.Tillaga frá Okkar Hveragerði um að boðið verði upp á ókeypis tíðavörur í Grunnskólanum í Hveragerði og frístundamiðstöðinni Bungubrekku.

2106730

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi tillögu.

Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis leggja til að Hveragerðisbær leggi til fjármagn vegna kaupa á tíðavörum fyrir nemendur Grunnskólans í Hveragerði frá og með næsta hausti.

Ísafjarðarbær og Skagafjörður hafa bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hyggjast bjóða upp á ókeypis tíðavörur í öllum grunnskólum og félagsmiðstöðvum í haust. Það er, dömubindi og túrtappa. Í mars ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að bjóða upp á slíkt hið sama. Í fleiri sveitarfélögum, eins og Hafnarfirði og Múlaþingi, er það til skoðunar að gera tíðavörur gjaldfrjálsar í skólum.

Umræða um kostnað við tíðavörur í samhengi við jafnrétti kynjanna hefur verið hávær undanfarin ár og teljum við mikilvægt að bregðast við og ganga í lið með þeim sveitarfélögum sem nú þegar hafa farið þessa leið.

Sigrún Árnadóttir
Hlynur Kárason

Greinargerð
Nemendur Grunnskólans hafa nú þegar stofnað Feministafélag sem hefur safnað fyrir og/eða fengið gefins frá fyrirtækjum tíðavörur en hafa þar ef leiðandi ekki getað valið gæði, stærðir eða gerðir. Félagið er tilbúið til að halda utan um innkaup og úthlutun í samstarfi við skrifstofu skólans.

Mikilvægt er að grípa frumkvæði nemenda og að þeir finni að við erum tilbúin til að vinna með þeim að þessum litlu málum sem eru þó svo stór.

Eftirtaldir tóku til máls: Sigrún Árnadóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna. Kostnaður verður metinn við fjárhagsáætlunargerð fyrir næsta ár en á árinu 2021 er talið að hann rúmist innan þegar samþykktrar fjárhagsáætlunar.

13.Tónleikar í Lystigarðinum 18.-19. júní 2021.

2106777

Lagt fram bréf frá Sigurgeiri Skafta Flosasyni þar sem hann óskar eftir að fá að halda tónleika í Lystigarðinum dagana 18. og 19. júní 2021.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir,

Kl 17:56 var gert fundarhlé.
Kl 18:04 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir erindið sem tilraun varðandi tónleikahald á nýja sviðinu í Lystigarðinum en tilkoma þess gefur nýja og fjölbreytta möguleika á nýtingu garðsins.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt styrk til verkefnisins þar sem um tilraun er að ræða að upphæð kr. 300.000.-. Tónleikahaldari skal sjá til þess að umgengni um garðinn verði til fyrirmyndar og að ekki sjáist merki um tónleikahaldið að því loknu. Matarvagnar skulu lúta reglum um götu- og torgsölu sem nýverið hafa verið settar og ákvæðum um markaðs- og sölusvæði á stærri viðburðum sem þar eru. Sækja skal sérstaklega um þau leyfi til bæjarfélagsins.

14.Umsókn um tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi - Tónræktin.

2106815

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar um tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi í Listigarðinum í Hveragerði.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir umrætt leyfi enda muni allri sölu áfengra drykkja verða lokið kl. 22:30 á kvöldin.

15.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2106751

Kosning forseta bæjarstjórnar. Friðrik Sigurbjörnsson fékk 7 atkvæði. Friðrik Sigurbjörnsson er því kjörinn forseti bæjarstjórnar.
Kosning varaforseta bæjarstjórnar. Eyþór H. Ólafsson fékk 7 atkvæði. Eyþór H. Ólafsson er því kjörin varaforseti.

16.Kosning skrifara og varaskrifara skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2106752

Kosning skrifara. Stungið var upp á Bryndísi Eir Þorsteinsdóttur sem skrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum.
Kosning varaskrifara. Stungið var upp á Nirði Sigurðssyni sem varaskrifara. Samþykkt með 7 atkvæðum

17.Kosning í bæjarráð skv. 26.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2106753

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.
Tillaga kom um aðalmenn: Eyþór H. Ólafsson, formaður, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, Sigrún Árnadóttir. Tillaga kom um varamenn: Friðrik Sigurbjörnsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson. Tillagan samþykkt samhljóða.

18.Kosning í nefndir og ráð

2106806

Friðrik Sigurbjörnsson óskar eftir að segja sig frá störfum í Menningar- íþrótta og frístundanefnd.
Bæjarstjórn samþykkir að Ingibjörg Zoega Björnsdóttir verði formaður í stað Friðriks Sigurbjörnssonar og að Andri Svavarsson verði aðalmaður og Berglind Soffía Böndal verði varamaður.

19.Sumarleyfi bæjarstjórnar.

2106754

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi
við 4. mgr. 8. greinar og 6. mgr. 31. greinar samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:22.

Getum við bætt efni síðunnar?