Fara í efni

Bæjarstjórn

479. fundur 08. september 2016 kl. 17:00 - 18:14 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Unnur Þormóðsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Friðrik Sigurbjörnsson varamaður
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Guðjón Óskar Kristjánsson varamaður
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.
Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Fundargerð fræðslunefndar frá 31. ágúst 2016.

1609002

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Viktoría Sif Kristinsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 5.

Kl. 17:11 var gert fundarhlé.
Kl. 17:13 hélt fundur áfram.
Liður 5 "Starfsemi Skólasels" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna málið með tilliti til þarfa og leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráð.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 6. september 2016.

1609003

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Liðir afgreiddir sérstaklega: 2,4,5,6,7,9,10,11,12 og 13.
Liður 2 "Breikkun Hringvegar frá Hveragerði að Selfossi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að skipulags- og byggingafulltrúi og bæjarstjóri gæti hagsmuna Hveragerðisbæjar í þessum málum. Bæjarstjórn ítrekar nauðsyn þess að vegurinn verði tveir plús tveir þegar í upphafi og að tryggðar verði tvær öruggar akstursleiðir út úr bæjarfélaginu. Jafnframt fagnar bæjarstjórn þeirri áherslu sem Vegagerðin leggur á hjólaleiðir milli Hveragerðis og Selfoss og ítrekar nauðsyn þess að hönnun taki mið af kröfum um öryggi hjólreiðamanna.

Liður 4 "Breiðamörk 16, lítið færanlegt hús á lóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að málið fari í grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 5 "Þelamörk 5, bílskúr, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfið.

Liður 6 "Laugaskarð, breytingar á innra skipulagi og viðbyggingar við sundlaugarhús" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Liður 7 "Austumörk 22, eldsneytisbirgðatankar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn tekur undir ósk nefndarinnar um að kallað verði eftir minnisblaði frá brunahönnuði en samþykkir leyfi fyrir framkvæmdinni að öðru leyti.

Liður 9 "Laufskógar 11, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum og litlu þvottahúsi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 10 "Breiðamörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að ef umsækjandi geri fullnægjandi grein fyrir þeim atriðum sem nefndin óskar eftir að mati eftirlitsaðila þá samþykkir hún leyfi fyrir framkvæmdinni. Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að svæðið milli Breiðumarkar 5 og Bjarkarheiðar verði sameinað lóðinni að Breiðumörk 3 og að opnuð verði útkeyrsla, staðsetning hennar verði í samráði við skipulags og byggingarfulltrúa.

Liður 11 "Reykjamörk 2a, notkun lóðar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar aðalskipulags Hveragerðisbæjar.

Liður 12 "Kambahraun 31, umsókn um stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Eyþór H. Ólafsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Unnur Þormóðsdóttir tók við stjórnun fundarins á meðan.
Bæjarstjórn samþykkir stækkun umræddra lóða, sé um það beðið, með þeim hætti sem skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til.

Liður 13 "Austurmörk 23, stöðuleyfi fyrir 40 feta gámi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir leyfið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Breyting á samþykktum um stjórn - jafnréttisnefnd.

1607041

Lögð fram breyting á 47. gr. "Fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að" á samþykkt um stjórn Hveragerðisbæjar nr. 693/2013.

Enginn tók til máls:
Bæjarstjórn samþykkir að við B lið "Til fjögurra ára" bætist liður 6. svohljóðandi.

Jafnréttisnefnd. Bæjarstjórn fer með jafnréttismál skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008.

Bæjarstjóra falið að auglýsa breytinguna í samræmi við lög þar um.

4.Verklagsreglur um starfslok hjá Hveragerðisbæ.

1609001

Lagðar fram verklagsreglur um starfslok starfmanna Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Viktoría Sif Kristinsdóttir, Garðar Rúnar Árnason, Unnur Þormóðsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Eyþór H. Ólafsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Á fundi bæjarstjórnar þann 13. júní 2013 var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við forstöðumenn stofnana bæjarins að setja reglur um gjafir til starfsmanna bæjarins við starfslok.

Um leið og beðist er velvirðingar á því hversu lengi hefur dregist að forma umbeðnar reglur þá eru hér lögð fram drög að verklagsreglum um starfslok hjá Hveragerðisbæ sem unnin voru af bæjarstjóra í góðu samstarfi við stjórnendur bæjarins.


Verklagsreglurnar samþykktar samhljóða.

5.Atlas kortasjá fyrir Suðurland.

1609004

Lögð fram greinargerð frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um vinnu að verkefninu Atlas kortasjá fyrir Suðurland.

Eftirtaldir tóku til máls: Viktoría Sif Kristinsdóttir, Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar Rúnar Árnason.
Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að kanna kostnað við verkefnið og að yfirfara kosti og galla þess með tilliti til hagsmuna Hveragerðisbæjar og Suðurlands alls. Niðurstöðu verði skilað til bæjarráðs hið fyrsta.

6.Bæjarráð - 654

1606003F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 655

1606005F

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 656

1607001F

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 657

1607002F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 658

1608001F

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:14.

Getum við bætt efni síðunnar?