Fara í efni

Bæjarstjórn

478. fundur 09. júní 2016 kl. 17:00 - 18:40 í Þinghúsinu, Breiðumörk 25
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir varaforseti bæjarstjórnar
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Þórhallur Einisson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Garðar R. Árnason
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Varaforseti bæjarstjórnar, Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Ávarp bæjarstjóra í tilefni af 70 ára afmæli Hveragerðisbæjar.

1606015

Bæjarstjóri flutti ávarp og stiklaði á stóru í sögu Hveragerðisbæjar í þau 70 ár sem liðin eru frá stofnun bæjarins. Ennfremur sýndi hún fjölda gamalla mynda úr myndasafni bæjarins.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 26. maí 2016.

1605001F

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.

Liðir afgreiddir sérstaklega: 9, 10 og 15.
Liður 9 "Bréf frá Héraðssambandinu Skarphéðni frá 28. apríl 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 10 "Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 17. maí 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 15 "Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun frá Grunnskólanum í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð bæjarráðs frá 2. júní 2016.

1605003F

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.

Liðir afgreiddir sérstaklega: 4, 5 og 6.
Liður 4 "Bréf frá Sjöstjörnunni fasteignafélagi frá 31. maí 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 5 "Bréf frá Írisi Ósk Erlingsdóttur frá 31. maí 2016" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Endurnýjun á yfirdrætti hjá Arion banka" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 7. júní 2016.

1606014

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.

Liðir afgreiddir sérstaklega: 3,4,5,6,8 og 9.
Liður 3 "Varmahlíð 17, gistiheimili, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfi fyrir byggingu gistiheimilis.

Liður 4 "Þelamörk 62, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýjum leikskóla" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfið.

Liður 5 "Lækjabrún 26-33, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymsluhúsi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfið.

Liður 6 "Hverahlíð 13, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir byggingarleyfið.

Liður 8 "Breiðamörk 25a, umsókn um breytta notkun húsnæðis" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu.

Liður 9 "Varmahlíð 6, gistiheimili" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð fræðslunefndar frá 30. maí 2016.

1606003

Enginn tók til máls.
Með fundargerðinni fylgdi skóladagatal skólaveturinn 2016-2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Fundargerð umhverfisnefndar frá 24. maí 2016.

1606006

Eftirtaldir tóku til máls: Friðrik Sigurbjörnsson, Unnur Þormóðsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra - Talmeinafræðingur.

1606008

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra dagsett 6. júní 2016 vegna talmeinafræðings við leik- og grunnskóla Hveragerðisbæjar.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa eftir stöðu talmeinafræðings fyrir leik- og grunnskóla í Hveragerði. Um verði að ræða 75% stöðu og mun starfsmaðurinn hafa starfsstöð hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings enda er sú starfsstöð staðsett í Hveragerði. Verði breyting á staðsetningu starfsstöðvarinnar mun Hveragerðisbær endurskoða staðsetningu starfsmannsins.

8.Minnisblað frá bæjarstjóra - Útilistaverk/einkennistákn.

1606013

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra dagsett 6. júní 2016 vegna útilistaverks / einkennistákns í tilefni 70 ára afmælis bæjarfélagsins.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkir að fram fari samkeppni um gerð útilistaverks sem staðsett verður á áberandi stað í bæjarfélaginu. Listaverkið verði hugsað í þá veru að það geti í framtíðinni orðið aðdráttarafl og viðkomustaður bæði heimamanna sem og ferðamanna og skapi bæjarfélaginu enn meiri sérstöðu en nú er. Gerð verði krafa um að listaverkið stuðli að fallegra umhverfi og endurspegli kennileiti Hveragerðisbæjar. Bæjarstjórn samþykkir að verja allt að 5 mkr til verksins í heild sinni. Stefnt verði að uppsetningu verksins sumarið 2017.

9.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - Brettasvæði á skólalóð.

1606004

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa dagsett 26. maí 2016 vegna brettasvæðis á skólalóð Grunnskólans.

Eftirtaldir tóku til máls: Unnur Þormóðsdóttir, Viktoría Kristinsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarráð samþykkir að gera brettavæði á skólalóð Grunnskólans og að taka tilboði frá Rhino Ramps í rampa.

10.Samningur við Auði Ottesen - Blóm í bæ 2016.

1606005

Lagður fram samningur við Auði Ottesen, fyrir hönd Sumarhúsið og garðurinn, um framkvæmd við 70 ára afmælissýningu Hveragerðisbæjar á Blómum í bæ 2016.

Enginn tók til máls.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

11.Einföld ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Árnesinga bs.

1606017

Héraðsnefnd Árnesinga bs. óskar eftir einfaldri ábyrgð vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Enginn tók til máls.
Hveragerðisbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Héraðsnefndar Árnesinga bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð
300.000.000 kr. til 18 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs
sveitarfélaga frá 26.5.2016 sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt
sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún
óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli
við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga bs. Hveragerðisbær veitir
lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2.
mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns
kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna
viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands sbr. 3. gr. laga um stofnun
opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda
Héraðsnefndar Árnesinga bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta
Héraðsnefndar Árnesinga bs. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu
að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Héraðsnefnd Árnesinga bs. til
annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess
að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt 2112645009 veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu
ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

12.Einföld ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu.

1606016

Brunavarnir Árnessýslu óska eftir einfaldri ábyrgð vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Hveragerðisbær samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku
Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 74.000.000
kr. til 8 ára, í samræmi við leiðbeinandi lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga frá
26.5.2016 sem liggur fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2.
mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum)
gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í
Brunavörnum Árnessýslu. Hveragerðisbær veitir lánasjóðnum veð í tekjum
sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af
vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á tankbifreiðum og
slökkvistöð í Árnesi sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um
Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Hveragerðisbær skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda
Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna
Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að
félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Hveragerðisbær selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til
annarra opinberra aðila, skuldbindur Hveragerðisbær sig til að sjá til þess
að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur kt 211264-5009 veitt fullt og
ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Hveragerðisbæjar veitingu
ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

13.Kosning forseta- og varaforseta í bæjarstjórn skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

1606009

Kosning forseta- og varaforseta bæjarstjórnar.
Eyþór H. Ólafsson fékk 7 atkvæði í kjöri um forseta bæjarstjórnar og er því kjörinn forseti.

Unnur Þormóðsdóttir fékk 7 atkvæði í kjöri um varaforseta bæjarstjórnar og er því kjörin varaforseti.

14.Kosning skrifara og varaskrifara skv. 7.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

1606010

Stungið var upp á Þórhalli Einissyni sem skrifara og var það samþykkt með 7 atkvæðum.
Stungið var upp á Nirði Sigurðssyni sem varaskrifara og var það samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Kosning í bæjarráð skv. 26.gr. samþykktar um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

1606011

Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð og þriggja til vara.

Tillaga kom um aðalmenn:


Unnur Þormóðsdóttir, formaður,


Eyþór H. Ólafsson, varaformaður,


Garðar Rúnar Árnason.
Tillaga kom um varamenn:


Þórhallur Einisson,


Aldís Hafsteinsdóttir,


Njörður Sigurðsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.

16.Sumarleyfi bæjarstjórnar.

1606012

Varaforseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis bæjarstjórnar og felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála í samræmi við 4. mgr. 8. greinar og 6. mgr. 31. greinar samþykkta um stjórn Hveragerðisbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?