Fara í efni

Bæjarstjórn

503. fundur 10. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:55 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Sigurður Einar Guðjónsson
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar Samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun:

Heimildamyndin Skáldagatan í Hveragerði var sýnd í Ríkissjónvarpinu þann 2. janúar 2019. Bæjarstjórn vill þakka Morteni Ottesen fyrir óbilandi bjartsýni, dugnað og trú á verkefninu og öðrum þeim sem komu að gerð myndarinnar. Rætt var við fjölda einstaklinga í myndinni og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Rétt er að þakka sérstaklega Nirði Sigurðssyni, sagnfræðingi fyrir hans hlut í að gera sögu Hveragerðis skil með góðum hætti í myndinni. Myndin var einstaklega falleg, vel unnin og gerði þessum hluta sögu bæjarfélagsins góð skil. Fyrir það vill bæjarstjórn þakka af heilum hug.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 20.desember 2018.

1812002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 6, 7 og 8.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Garðar R. Árnason, Njörður Sigurðsson og Þórunn Pétursdóttir.
Liður 6 "Minnisblað frá bæjarstjóra: Gerð húsnæðisáætlunar fyrir Hveragerðisbæ" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 7 "Samningur við Vegagerðina um skil vega í Hveragerði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 8 "Samkomulag um kjarasamningsumboð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 8.janúar 2019.

1901001

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1,3 og 4.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Sigurður Einar Guðjónsson, Njörður Sigurðsson og Garðar R. Árnason
Liður 1 "Vorsabær, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tillit til umsagnar Minjastofnunar um skýrslu Margrétar Hrannar og umsagnar Umhverfisstofnunar um lýsingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við deiliskipulagsgerðina. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að lóð nr. 24 verði ekki skilgreind sérstaklega sem gámasvæði en þess í stað verði sérstakur texti í greinargerð með tillögunni um gámasvæði þar sem m.a. komi fram að staðsetja megi það hvort sem er á lóð nr. 17 eða lóð nr. 24. Bæjarstjórn samþykkir að Landform vinni áfram með tillöguna.

Liður 3 "Kambahraun 51, umsókn um stækkun lóðar og leyfi til að byggja við íbúðarhús og bílskúr" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að málið verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 4 "Hrauntunga 18, umsókn um leyfi fyrir gististað og fyrir færanlegu húsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að leyfa starfsemi gististaðar í flokki II á lóðinni Hrauntungu 18 þar til uppbygging á svæði norðan götu 1 í Kambalandi hefst.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 20.desember 2018.

1901006

Í bréfinu er rætt um áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson,
Bæjarstjórn fagnar áformum um friðlýsingu Reykjatorfunnar og telur það nauðsynlega aðgerð í ljósi þess fjölda ferðamanna sem um svæðið fer. Bæjarstjórn óskar jafnframt eftir því að skoðað verði hvort ekki væri skynsamlegt að friðlýsa einnig hið svokallaða heimaland Landbúnaðarháskólans sem í tillögunni er tekið út fyrir sviga. Bæjarstjórn telur að friðlýsing þess myndi styrkja svæðið sem mikilvægt útivistarsvæði án þess að skerða möguleika skólans á nýtingu þess fyrir starfsemi sína. Rétt er líka að minna á að um þetta svæði liggja gamlar og merkar þjóðleiðir auk þess sem saga þess er bæði sérstök og dýrmæt.

4.Gjaldskrá byggingargjalda 2019, fyrri umræða.

1901005

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að breytingu á gjaldskrá byggingargjalda fyrir árið 2019.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.

Kl. 17:55 var gert fundarhlé.
Kl 17:58 hélt fundur áfram.
Gerð er tillaga um nokkra hækkun á gjaldskrá byggingagjalda í Hveragerðisbæ en nauðsynlegt er að hafa í huga að gatnagerðargjöld verða að standa undir kostnaði við gatnagerð í bæjarfélaginu. Með þessari hækkun mun það markmið nást. Framundan er úthlutun lóða í Kambalandi en vonast er til að gatnagerð geti hafist þar á vormánuðum.
Gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna gróðurhúsa mun þó lækka til að hvetja til uppbyggingar og éndurnýja gróðurhús í sveitarfélaginu.
Samþykkt að vísa gjaldskránni til síðari umræðu.

5.Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.

1901002

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 160 m.kr.lán.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 160.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við viðbyggingu skóla og viðhalds sundlaugarhúss sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

6.Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.

1901003

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 45 millj króna lán.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 45.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á kaupum á félagslegu leiguhúsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

7.Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.

1901004

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 20 millj króna lán.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 20.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á endurbótum fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

8.Minnisblað frá skrifstofustjóra: Tekjutengdur afsláttur gjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2019.

1901007

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna viðmiðunartekna við útreikning tekjutengds afsláttar gjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2019 (tekjur ársins 2018).

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að viðmiðunartekjur vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega hækki um 6,7% frá tölum ársins 2018 sem er hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins milli áranna 2017 og 2018.

9.Tillaga frá Okkar Hveragerði um styttingu vinnuviku starfsfólks Hveragerðisbæjar.

1901008

Fulltrúar Okkar Hveragerðis lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Tillaga um styttingu vinnuviku starfsfólks Hveragerðisbæjar
Undirrituð leggja til að bæjarstjóra og öðrum stjórnendum bæjarins eftir því sem við á verði falið að leita leiða og koma með tillögur um hvernig megi stytta vinnuviku starfsmanna bæjarins með það að markmiði að prófa þær í tilraunaverkefni strax á næsta ári. Tillögurnar séu við það miðaðar að ekki komi til umtalsverðs viðbótarkostnaðar fyrir bæjarsjóð. Við leggjum til að bærinn leiti í smiðju Akraneskaupstaðar um uppbyggingu og framkvæmd tilraunverkefnis Hveragerðisbæjar árið 2020 um styttingu vinnuviku starfsmanna bæjarins en Akranes hefur einmitt nýverið ýtt slíku verkefni úr vör.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

Greinargerð
Markmið verkefnis um styttingu vinnuvikunnar er að auka starfsánægju, bæta lífsgæði, fækka veikindadögum og auka afköst. Tilraunir með að stytta vinnuvikuna hérlendis til að bæta lífsgæði starfsmanna og auka afköst hafa gengið mjög vel. Reykjavíkurborg hefur til að mynda verið að prófa sig áfram með styttri vinnuviku án launaskerðingar síðan 2015 og mælingar á árangri verkefnis borgarinnar gefa almennt til kynna góðan árangur þess. Veikindafjarvistum hefur til dæmis fækkað til muna á þeim stöðum sem taka þátt í tilrauninni og starfsfólk nýtir vinnutímann betur með betra dagsskipulagi og tímastjórnun. Einkafyrirtækið Hugsmiðjan gekk enn lengra en Reykjavíkurborg og setti upp tveggja ára tilraunaverkefni þar sem vinnutími allra starfsmanna var styttur úr átta í sex klukkustundir á dag, án launaskerðingar. Árangursmat á tilrauninni sýndi að framleiðni fyrirtækisins jókst um tæplega fjórðung þrátt fyrir að starfsfólkið ynni aðeins sex tíma á dag. Veikindadögum fækkaði um nærri helming og starfsánægja var í hámarki. Þrátt fyrir að vinnutími starfsmanna væri styttur umtalsvert mikið jukust tekjur fyrirtækisins yfir þessi tvö ár sem tilraunin stóð yfir.

Sveitarfélög eru þegar farin að stíga fyrstu skrefin í að stytta vinnuviku starfsfólks. Þar má nefna að auk Reykjavíkurborgar hefur Akranesskaupstaður nýverið sett upp tveggja ára tilraunverkefni sem gæti nýst Hveragerðisbæ mjög vel til undirbúningsvinnu fyrir sambærilegt verkefni innan bæjarins.

Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Garðar R. Árnason, Aldís Hafsteinsdóttir, Þórunn Pétursdóttir, Eyþór H. Ólafsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir.
Tillaga Okkar Hveragerðisbæjar borin upp. Tillagan felld með atkvæðum fulltrúa meirihlutans, fulltrúar Okkar Hveragerðis og fulltrúi Frjálsra með Framsókn með.

Fulltrúar meirihlutans lögðu jafnframt fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar D-listans telja ekki rétt að samþykkja tillöguna þar sem nú nú er unnið að kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar er eitt af áhersluatriðum verkalýðshreyfingarinnar. Ekki er ólíklegt að hinn opinberi vinnnumarkaður muni fylgja því fordæmi sem sett verður í yfirstandandi kjaraviðræðum varðandi þetta. Hveragerðisbær mun fylgjast grannt með þeim umræðum sem nú eru í gangi og verði niðurstaðan sú í kjarasamningum að vinnuvika Íslendinga verði almennt stytt þá að sjálfsögðu munum við fagna þeirri niðurstöðu.

10.Fyrirspurn frá Okkar Hveragerði um samtal við Akureyrarbæ um þátttöku Hvergerðisbæjar í verkefni þeirra um aukið íbúalýðræði.

1901009

Fulltrúar Okkar Hveragerði lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn.
Fyrirspurn um samtal við Akureyrarbæ um þátttöku Hveragerðisbæjar í verkefni þeirra fyrrnefndu um aukið íbúalýðræði

Á fundi bæjarstjórnar þann 8. nóvember 2018 lögðu bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis fram tillögu um að bæjarstjórn Hveragerðisbæjar óski eftir því við Akureyrarbæ að Hveragerðisbær verði þátttakandi í tilraunaverkefni þeirra fyrrnefndu um innleiðingu aukins þátttökulýðræðis.

Tillagan var samþykkt samhljóða og ákveðið að bæjarstjóri hefði samband við Akureyrarbæ til að kanna hvað fælist í tilraunaverkefninu og leggja upplýsingarnar fyrir bæjarstjórn Hveragerðis í kjölfarið. Í framhaldinu yrði svo metið hvort ástæða væri til að taka þátt í verkefninu og ef svo, þá verði skipaður starfshópur sem vinni að framgangi þess.

Spurt er hvort bæjarstjóri sé búinn að afla þessara upplýsinga? Ef svo er, hvenær verða þær lagðar fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar? Akureyrarbær hefur formlega greint frá því að bærinn muni óska eftir 3-5 sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um aukið íbúalýðræði og við áréttum að við teljum að Hveragerðisbær eigi að sækja um þátttöku í því.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

Eftirtaldir tóku til máls: Þórunn Pétursdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi svar við fyrirspurn Okkar Hveragerðis:

Bæjarstjóri hefur kannað stöðu verkefnisins um íbúalýðræði sem til stendur að ráðast út í á Akureyri. Í þeim samtölum hefur komið fram að verkefnið er enn á byrjunarstigi. Verkefnið er unnið með stuðningi starfsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjölfar á ferð sveitarstjórnarmanna sem farin var til Svíþjóðar til kynningar á íbúalýðræði þarlendra. Tilgangur verkefnisisn er að innleiða markvisst íbúasamráð við ákvörðunarferli í samræmi við handbók Sambandsins um íbúasamráð með því að veita sveitarfélögum stuðning við verkefnið. Til stendur að ráða ráðgjafa að verkefninu en það hefur enn ekki verið gert. Akureyrarbær mun auglýsa eftir sveitarfélögum til þátttöku í tilraunaverkefninu og vonandi verður það fljótlega. Bæjarstjóra Akureyrar hefur þó þegar verið tilkynnt um áhuga Hveragerðisbæjar á verkefninu en við munum jafnframt fylgjast vel með frekari þróun þess.

Aldís Hafsteinsdóttir

11.Félag eldri borgara í Hveragerði - skipun í Öldungaráð.

1901010

Á fundi hjá félagi eldri borgara í Hveragerði þann 6. janúar s.l. var samþykkt að fulltrúar félagsins í Öldungaráði verði.

Kristín Dagbjartsdóttir
Egill Gústafsson
Sigurður Valur Magnússon.

Til vara
Helga Baldursdóttir
Jónína Haraldsdóttir.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Í samræmi við 8. gr laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum skipar bæjarstjórn hér með Helga Þorsteinsson sem aðalmann í öldungaráð og Bjarna Bjarnason til vara til samræmis við ákvæði laganna um öldungaráð en þar er gert ráð fyrir því að Félag eldri borgara skipi þrjá fulltrúa í ráðið, bæjarstjórn þrjá og heilsugæslan einn. Tilnefning Félags eldri borgara er einnig hér með staðfest af bæjarstjórn. Bæjarstjóra er falið að leita eftir tilnefningu heilsugæslunnar og boða jafnframt til fyrsta fundar Öldungaráðs Hveragerðisbæjar þar sem það mun skipta með sér verkum og fara yfir ný drög að samþykktum fyrir öldungaráðið.

12.Samkomulag við Ræktunarmiðstöðin sf vegna Kambalands.

1901011

Lagt fram samkomulag við Ræktunarmiðstöðina sf vegna Kambalands.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Einar Guðjónsson.

Kl. 18:38 var gert fundarhlé.
Kl. 18:40 hélt fundur áfram.
Samkomulagið samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?