Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. janúar 2022 að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 á svæði suðaustan við Hengladalaá skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðis í Hveragerði, skv. 43. gr. sömu laga.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 9. september 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kambaland í Hveragerði, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.