Deiliskipulag við Varmá, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði.
Breytingartillagan felur m.a. í sér nýjar lóðir fyrir ferðatengda þjónustu, gróðurhús og nýjar íbúðarlóðir. Meginmarkmið tillögunnar er að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu ferða- og heilsutengdrar þjónustu og skapa gott aðgengi að Varmá með gerð góðra göngustíga og áningarsvæða.