Fara í efni

Auglýsing um samþykkt á deiliskipulagsbreytingu fyrir Árhólma 1 í Hveragerði

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 20. október 2022 var samþykkt breyting á deiliskipulagi Árhólmasvæðis í Hveragerði fyrir Árhólma 1.

Meginmarkmið breytingarinnar er að bæta þjónustu við ferðamenn á Árhólmasvæðinu. Deiliskipulagsbreytingin felst í heimild til aukins byggingarmagns þjónustumiðstöðvar að Árhólma 1 án stækkunar byggingareitar. Skilmálar eru um gerð og yfirbragð byggingar.

Ofangreind deiliskipulagsbreyting hlaut meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Árhólmar 1 þjónustumiðstöð, breyting á deiliskipulagi


Síðast breytt: 24. október 2022
Getum við bætt efni síðunnar?