Fara í efni

Fréttir

Almannavarnavika í Hveragerði

Almannavarnavikur verða haldnar í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi í vetur og hófst það verkefni hér í Hveragerði í þessari viku. Allir sem tóku þátt í verkefninu hér í bæ eru ánægðir með frumkvæði lögreglustjóra hvað þetta varðar en áætlanagerð og undirbúningur fyrir atburði sem mögulega geta raskað innviðum og starfsemi sveitarfélaga er afar mikilvægur.

Almannavarnir skipta alla máli og því eru íbúar beðnir um að kynna sér efnið hér fyrir neðan !

Sundlaugin Laugaskarði - málningarvinna og lokun

Vegna þrifa og málningarvinnu verður starfsemi laugarinnar lokuð á morgun, fimmtudag 24/8. Tökum stöðuna á morgun hvort að hægt verði að opna í heita potta, líkamsrækt og gufubað. Laugarkerið mun verða lokað til mánudagsins 28. ágúst.

Getum við bætt efni síðunnar?