Fara í efni

Fréttir

Flóttamenn frá Sýrlandi komnir til Hveragerðis

Hingað til Hveragerðis er komin sjö manna fjölskylda frá Sýrlandi sem undanfarin ár hefur dvalið sem flóttamenn í Líbanon. Var tekið á móti fjölskyldunni með viðhöfn á Leifsstöð af ráðherra félagsmála og jafnréttis.

Skjálftaskjól í úrslit í söngkeppni USSS

Atriði frá félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli var eitt af þremur sem komst áfram í úrslit söngkeppni USSS sem haldin var á Hellu í kvöld. Það voru þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Hrafnhildur Hallgrímsdóttir sem fluttu lagið „Your Song“ eftir Elton John.

Þrettándagleði og fjölskylduskemmtun

verður í Skyrgerðinni laugardaginn 6. janúar kl. 17:00 – 17:40. Söngur og gleði með álfadrottningu og álfakóngi. Grýla og Leppalúði mæta ásamt sonum sínum jólasveinunum.

Getum við bætt efni síðunnar?