Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin lokar frá 16. – 28. júlí

Kæru laugargestir

Viðhaldsframkvæmdir ganga vel á efri hæð sundlaugarhússins. Næsta mánudag 16. júlí verður að skrúfa fyrir vatnið og hefst þá vinna við pípulagnir. Áætlað er að loka í 10 daga. Vonandi fáum við nokkra daga þurrk til að mála á útisvæði og þrífa laugarkerið. Sjáumst aftur í lok júlí.

Uppfærð frétt - lokað fyrir heita vatnið

Við tilkynntum rekstrartruflun í hitaveitunni í stærstum hluta bæjarins og að hún myndi standa til hádegis. Okkar menn eru hinsvegar að eiga við tæknilega erfiðleika við áhleypingu. Ekki er gott að segja til um það núna hvenær vatnið kemst á aftur. Við setjum þessar upplýsingar jafnharðan inn á vef Veitna og FB-síðuna okkar, en það væri gott ef þitt fólk gæti komið tengli á fréttina inn á íbúasíðu eða síðu bæjarins þannig að fólk fái veður af því hvar hægt er að fylgjast með framgangi mála.

Ný bæjarstjórn tekin til starfa

Ný bæjarstjórn hefur haldið sinn fyrsta fund. Samþykkt var að Eyþór H. Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar og Friðrik Sigurbjörnsson, formaður bæjarráðs. Ennfremur var samþykkt að Aldís Hafsteinsdóttir verði áfram bæjarstjóri.

Skemmtun okkur saman í sumar

Dagskrá sumarsins í Hveragerðisbæ er fjölbreytt og skemmtileg. Fjölbreytt námskeið eru í boði fyrir börn og unglinga og síðan fögnum við 80 ára afmæli sundlaugarinnar.

Getum við bætt efni síðunnar?