Fara í efni

Ungmennaráð Hveragerðisbæjar tekur til starfa á ný

Fullltrúar Ungmennaráðsins; Eyvindur Sveinn Lárusson, Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson og Hildur Sif …
Fullltrúar Ungmennaráðsins; Eyvindur Sveinn Lárusson, Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson og Hildur Sif Jónsdóttir

Þann 29. apríl sl. var haldinn fyrsti fundur nýs Ungmennaráðs Hveragerðibæjar. Var fundurinn haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofunarinnar.

Ungmennaráðið er skipað þremur fulltrúum; Hildur Sif Jónsdóttir, Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson og  Eyvindur Sveinn Lárusson. 
Varamenn ráðsins eru þau Hrafnhildur Sif Gunnarsdóttir, Theodór Kristinn Matthíasson og Úlfur Þórhallsson.

Á fundi ráðsins var Eyvindur kosinn formaður og Hrafnkell sem varaformaður.

Starfsmenn ráðsins eru Liljar Mar Pétursson, forstöðumaður Bungubrekku, Elfa Björk Hauksdóttir og Elías Breki Sigurbjörnsson. 

Bjóðum við ráðið velkomið til starfa. 

Fundargerð fyrsta fundar má sjá hér.


Síðast breytt: 2. maí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?