Fara í efni

Sumarstörf hjá Umhverfisdeild og Garðyrkjudeild

Garðyrkjudeild

Okkur vantar einstaklinga 18 ára og eldri í flokkstjórastöður hjá Garðyrkjudeild Hveragerðisbæjar.
Í starfinu fellst að vinna með og leiðbeina ungmennum við almenn garðyrkjustörf  í Vinnuskóla Hveragerðisbæjar.
Vinnuflokkar ungmenna verða starfandi frá í júní og ágúst en þess á milli er unnið við almenn garðyrkjustörf hjá garðyrkjudeildini.

Vinnutími er frá 8 til 16:30 á daginn.
Ráðningartímabilið er 15. maí til 15. Ágúst.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2024.

Nánari upplýsingar veitir Árný Guðfinnsdóttir, garðyrkjustjóri – arnygg@hveragerdi.is

Sótt er um á íbúagátt Hveragerðisbæjar íbúagátt  undir mannauðsmál > Sumarstarf – Garðyrkjudeild

Umhverfisdeild

Áhaldahús Hveragerðisbæjar

Óskað er eftir starfsmönnum í verkefni og framkvæmdir sem tengjast m.a. viðhaldi gatna og gangstétta, umferðarskilta, ljósastaura, vatnsveitu, fráveitu o.fl.
Áhaldahús hefur einnig yfirumsjón með sorpmálum sveitarfélagsins og rekstri gámasvæðis.

Æskilegur aldur er 18 ára og eldri og einnig er kostur ef umsækjendur eru með vinnuvélaréttindi.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2024.
Nánari upplýsingar veitir Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi, hoskuldur@hveragerdi.is

Sótt er um á íbúagátt Hveragerðisbæjar  íbúagátt  undir mannauðsmál > Sumarstarf – áhaldahús


Síðast breytt: 19. mars 2024
Getum við bætt efni síðunnar?