Fara í efni

Kynningafundur um deiliskipulag við Varmá frá 4. febrúar s.l.

Í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þann 14. janúar sl. að kynna fyrir íbúum Hveragerðisbæjar og öðrum hagsmunaaðilum, tillögu að deiliskipulagi við Varmá, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði, ásamt forsendum hennar og greinargerð. Gert er ráð fyrir að á norðurhluta svæðisins rísi ferðatengd verslunar- og þjónustustarfsemi en íbúðabyggð á miðhluta þess á móts við Hlíðarhaga.

Fundurinn var í rafrænu formi og gátu íbúar tengst honum í gegn um Zoom. 

Fylgigögn fundarins voru deiliskipulagstillaga um Varmá í Hveragerði, greinagerð sem henni fylgir og skýringaruppdráttur. Fundurinn var tekinn upp og er hægt að hlusta á hann með því að ýta á hnappin hér að neðan.

Hlusta á kynningarfundinn

Eftir að bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, verður sett upp sýning á henni í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér hana á aðgengilegan hátt og átta sig vel á aðstæðum á skipulagssvæðinu.


Síðast breytt: 12. mars 2021
Getum við bætt efni síðunnar?