Fara í efni

Íþróttavika Evrópu - dagskrá í Hveragerði

Hveragerðisbær tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem er haldin á hverju ári dagana 23.-30. september í yfir 30 Evrópulöndum.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla álfuna og sporna þannig við hreyfingarleysi almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.

Dagskrá Íþróttavikunnar í Hveragerði er hér fyrir neðan og eru allir Hvergerðingar hvattir til að nota tækifærið til að taka þátt í hreyfingu og jafnvel prófa eitthvað nýtt.

Svo minnum við á að merkja færslur á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #BeActive og vekja þannig athygli á þátttöku bæjarins í Íþróttavikunni.

Einnig minnum við á að Hveragerðisbær er á Instagram undir nafninu @hveragerdi.is. Það væri gaman ef þið mynduð merkja bæinn inn á færslurnar ykkar.

Verum virk og hreyfum okkur!

Gleðilega Íþróttaviku.

Íþróttavika Evrópu


Síðast breytt: 17. september 2025
Getum við bætt efni síðunnar?