Fara í efni

Bæjarstjórn

500. fundur 17. október 2018 kl. 17:00 - 19:02 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Jakob Fannar Hansen varamaður
  • Njörður Sigurðsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Helga Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Eyþór H. Ólafsson setti fund og stjórnaði.

Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Í upphafi fundar lagði forseti fram dagskrárbreytingu að við fundarboð bættist liður 11 "Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga". Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.

1.Fundargerð bæjarráðs frá 20.september 2018.

1809002F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 2, 6, 11, 12, 15, 16, 20, 21, 22 og 24.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Liður 2 "Bréf frá Íbúðalánasjóði frá 11. september 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 6 "Bréf frá Lögmannsstofunni Réttindi frá 13. september" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 11 "Bréf frá Félagi Listmeðferðafræðinga, ódagsett" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Kl. 17:06 var gert fundarhlé.
Kl. 17:20 hélt fundur áfram.

Liður 12 "Bréf frá Braga Árdal og Pétri Reynissyni frá 9. september" afgreiddur sérstaklega. Að fengnu áliti skipulagshönnuðar samþykkir bæjarstjórn að skilgreiningu umrædds húss verið breytt úr einbýlishúsi í parhús enda gerir deiliskipulag ekki ráð fyrir öðrum möguleika en þeim að húsin séu alfarið tengd saman eins og tíðkast með parhús. Tilsvarandi breyting verði gerð á húsum þar sem eins háttar til um við Þórsmörk en ákvörðunin er ekki fordæmisgefandi fyrir önnur hús á Grímsstaðareitnum.

Liður 15 "Umsókn um styrk í leikskólakennarafræðum" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 16 "Bréf frá Jóeli Sæmundssyni frá 7. september 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 20 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Óskaland" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 21 "Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Velferðaþjónusta" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 22 "Opnun tilboða í verkið: Gamla Mjólkurbúið viðhald utanhúss" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 24 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa, viðgerðir á baðherbergi og nýtt baðkar í Birkimörk 21-27" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2.Fundargerð bæjarráðs frá 4.október 2018.

1809003F

Liðir afgreiddir sérstaklega: 9, 12, 15, 17, 18, 19 og 20.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Liður 9 "Bréf frá Heilsustofnun NLFÍ frá 20. september 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 12 "Bréf frá hestamannafélaginu Ljúf frá 28. september 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 15 "Bréf frá Gallup frá 26. september 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 17 "Bréf frá Rakeli Magnúsdóttur frá 20. september 2018" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 18 "Lóðarumsókn - Frumskógar 18" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 19 "Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Lyfta í Laugaskarði" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs.

Liður 20 "Uppsagnarbréf - Elín Esther Magnúsdóttir" afgreiddur sérstaklega. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarstjórn þakkar Elínu Esther góð störf og gott samstarf og óskar henni velfarnaðar við ný verkefni.

Fulltrúar O-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Varðandi 2. lið fundargerðar bæjarráðs leggja undirrituð til að bæjarstjórn sendi svohljóðandi umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál:

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar er samþykk markmiðum frumvarpsins um „að tryggja rétt forsjárforeldra, sem búa ekki saman, til að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns síns í sameiningu og hins vegar að gæta réttar barna til að njóta fullrar þátttöku og íhlutunar beggja foreldra í daglegu lífi sínu“ eins og það er orðað í greinargerð frumvarpsins. Það er mikilvægt að staða forsjárforeldra sé jöfn og að löggjöf ýti ekki undir ójafna stöðu þeirra. Verði frumvarpið að lögum er mikilvægt að tryggt verði að tvöföld lögheimilisskráning barna hafi ekki áhrif á þjónustu sveitarfélaga til barna, einkum í skólamálum, og að mögulegum auknum útgjöldum verði mætt. Að mati bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar eiga sjónarmið um að framkvæmd frumvarpsins kalli á flókna og erfiða aðlögun sveitarfélaga, og hins opinbera kerfis, að nýju kerfi ekki að ráða för umfram sjónarmið um sanngirni og sjálfsögð réttindi um tvöfalda lögheimilisskráningu barna sem eiga tvo forsjárforeldra.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

Kl. 17:28 var gert fundarhlé.
Kl. 17:46 hélt fundur áfram.

Tillagan borin upp og felld með 4 atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn með.

Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Meirihlutinn telur rétt að samþykkja ekki tillögu O-listans þar sem málið er komið í farveg hjá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mun niðurstaða í þeim viðræðum sem þar eru ráðgerðar vonandi skýra þau álitaefni sem frumvarpið felur í sér.

Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Þorsteinsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir.
Jakob Fannar Hansen.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

3.Fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar frá 15.október 2018.

1810027

Liðir afgreiddir sérstaklega: 1, 3, 4, 5, 6 og 7.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Liður 1 "Hlíðarhagi, tillaga að deiliskipulagi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi Hlíðarhaga verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim lagfæringum sem ræddar voru á fundinum.

Liður 3 "Friðarstaðareitur "VÞ2", deiliskipulag" afgreiddur sérstaklega.

Fulltrúar O-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu.
Undirrituð leggja til að íbúum Hveragerðisbæjar verði gefinn kostur á að koma með hugmyndir og setja fram sjónarmið um skipulag á Friðarstaðarreit áður en farið verður að vinna lýsingu á fyrirhuguðu deiliskipulagi. Slíkt samráð getur verið í formi íbúafunda, íbúaþings, hugmyndasamkeppni eða á annan hátt.

Greinargerð
Í sveitarstjórnarlögum eru ákvæði um rétt íbúa til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins. Í 1. mgr. 102 gr. laganna segir að sveitarstjórn skuli „leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar“. Skipulagsmál eru afar mikilvæg íbúum og þróun hvers sveitarfélags. Því er rétt að tryggja aðkomu íbúa að skipulagi strax í upphafi og ekki síst þegar um er að ræða svæði eins og Friðastaðareit sem er í og við útivistarperlur Hvergerðinga, þ.e. Ölfusdalur og Varmá.

Njörður Sigurðsson
Þórunn Pétursdóttir

Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar D-listans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar D- listans samþykkja tillögu O-listans enda stóð aldrei annað til en að hafa samráð við íbúa um deiliskipulagsvinnuna.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fela Skipulags- og mannvirkjanefnd og Umhverfisnefnd ásamt skipulagsfulltrúa og umhverfisfulltrúa að undirbúa og sjá um samráðsferlið.

Liður 4 "Klettahlíð 7, viðbygging, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir byggingaráformin.

Liður 5 "Varmahlíð 12, umsókn um stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar. Lóðarhafi beri kostnað af færslu gufulagnar er liggur rétt vestan við núverandi lóðarmörk.

Liður 6 "Heiðarbrún 52, umsókn um stækkun lóðar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn hafnar erindinu.

Liður 7 "Breiðamörk 1d, breyting á flettiskilti" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir erindið að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðarinnar og að ljósstyrkur verði hófstilltur.

Liður 8 " Breiðamörk 25, viðbygging" afgreiddur sérstaklega.
Að teknu tilliti, bæði til gildandi deiliskipulags og sérstakrar hverfisverndar sem þinghúsið nýtur, þá hafnar bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að viðbyggingu við Þinghúsið, sbr. meðfylgjandi grunnmynd. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að kanna hvort aðrir möguleikar á stækkun húsnæðisins séu til staðar, sem koma til móts við þarfir lóðarhafa og falla betur að gildandi deiliskipulagi og markmiðum hverfisverndar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð Fræðslunefndar frá 18.september 2018.

1810025

Enginn tók til máls.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.Fundargerð menningar- íþrótta- og frístundarnefndar frá 15.október 2018.

1810028

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Garðar R. Árnason, Njörður Sigurðsson og Aldís Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa - deiliskipulag Athafnasvæðis við Vorsabæ.

1810026

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 14. október 2018 vegna breytingu á deiliskipulagi Athafnasvæðis við Vorsabæ.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn felur skipulags- og mannvirkjanefnd að setja deiliskipulagsferlið í gang og fylgja því síðan eftir.

7.Samningur um Landvörslu og eftirlit í Reykjadal.

1810029

Lagður fram samningur milli Hveragerðisbæjar, Sveitafélagsins Ölfus og Landbúnaðarháskóla Íslands við Hjálparsveit skáta Hveragerði um áframhaldandi landvörslu og eftirlit í Reykjadal.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

8.Samningur við Spartan Race Inc. vegna hindrunarhlaups í desember n.k.

1810032

Lagður fram samningur við Spartan Race Inc vegna hindrunarhlaups í Hveragerði í desember 2019.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Njörður Sigurðsson og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með þeirri breytingu að við verði bætt texta varðandi kostnað við vakt brunavarða ef slíkt þarf og einnig varðandi notkun Hveragerðisbæjar á myndefni frá viðburðinum.

9.Samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum um umhverfishreinsun 2018-2019.

1810030

Lagður fram samningur við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um umhverfishreinsun.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson og Garðar R. Árnason.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

10.Samningur við nemendur 10. bekkjar í Grunnskólanum um aðstoð við skólastarf.

1810031

Lagður fram samningur við 10. bekk um aðstoð við skólastarf í Grunnskólanum í Hveragerði.

Eftirtaldir tóku til máls: Aldís Hafsteinsdóttir.
Samningurinn samþykktur samhljóða.

11.Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.

1810034

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 40 millj króna lán.

Eftirtaldir tóku til máls: Eyþór H. Ólafsson, Njörður Sigurðsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Garðar R. Árnason.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 40.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögununar á framkvæmdum ársins 2018 í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:02.

Getum við bætt efni síðunnar?